Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Page 89

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Page 89
fara? Hvað hafa orðin gert honum? Hvers vegna er honum svo illa við tungumálið, það tákna- og boðskiptakerfi sem öðru framar liggur verund okkar sem manneskja til grundvallar? Er þetta kannski aðeins enn eitt dæmið um „sjónrembuna“ sem einkennt hefur hina svokölluðu „ffamvarðarsveit" módernismans, þá sjónrænu retorík sem hún beitir til að hylma yfir hinar raunverulegu orðræður sínar, sem kristallast í sögulegum tengslum (les: ,,hugmyndastuldi“) og samsekt með auðvaldi og karlrembu?31 Eða er mað- urinn kannski bara á einhverskonar verufræðilegu „sýruflippi“, týndur og tröllum gefinn í skynórum 68-kynslóðarinnar? Er hugsun hins óagaða auga nokkuð meira en rómantísk steypa, goðsögnin um „sakleysi“ augans end- urborin — goðsögn sem búið er að afhjúpa fyrir löngu? Er nokkur einasta glóra í málflutningi hans? Málsgreinin hér að ofan gefur aðeins forsmekkinn að þeirri gagnrýni sem kenningar Brakhage gætu hlotið, sum málefnaleg, önnur ekki, eins og gerist og gengur. Það er vissulega margt gagnrýnivert í málflutningi hans og þá kannski einkum hvernig hann útskúfar orðlistinni í kvikmyndum sínum og fræðiskrifum. Á hinn bóginn eru þessi skrif hans einmitt vísbending um að afstaðan sé ef til vill ekki eins afgerandi og orðin gefa til kynna. Skrifar Brakhage ekki til að freista þess að fella þessa sömu „augnhugsun“ í orð? Hér getur enginn svarað fyrir Brakhage nema texti hans sjálfs í orðum og myndum. Mig grunar þó að rótin liggi öðru fremur í vonbrigðum þess sem reynir að ná utan um öll svið skynjunar sinnar með orðum einum saman, ekki vegna þess að hann eða hún sé lélegur penni heldur vegna þeirra takmarkana sem í táknum og boðskiptum tungunnar felast. Þannig hljótum við í það minnsta að viðurkenna að orð eru ekki til um allt sem hugsað er á jörðu, hvorki í íslensku né öðrum tungumálum. Hins vegar sé ég ekki glöggt hvernig við getum komist af án málsins og þeirrar hugsunar sem af henni sprettur þegar við reynum að koma öðrum — sem og okkur sjálfum — í skilning um eðli og margbreytileika þess ævintýris sem skyntúlkunin vissu- lega er. Brakage stillir hugsun augans og hugsun tungunnar upp sem andstæðum sem útiloka hvor aðra. Hann telur á augað hallað í flestum kvikmyndum og vill því nota tilraunamyndina til að verja málstað þess. Þar með er hann búinn að blanda sér í ævagamlar deilur myndar og orðs sem ekki er laust við að minna á ætt- eða hjaðningavíg. Svipaða sögu má segja um hitt megin andstæðuparið í kvikmyndum — raunsæið og fantasíuna þar sem blóð- hefndin hefur ekki síður blómstrað. Það er rétt að þetta komi fram því annars gæti Brakhage aldrei notið sannmælis, fjandskapur orðs og ímyndar á sér upptök á báða bóga32 og er viðhaldið af órækum fylgismönnum þeirra en ef TMM 1995:4 87
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.