Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Page 117

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Page 117
hans sækir í raun form sitt í hinn heiminn þar sem gróður, líf, vöxtur, líkaminn, skáldskapurinn og hið kvenlega koma saman í mynd annarleikans. Þetta er heimur framtíðarinnar. Þess sem tekur við af hinum steinda karl- heimi. Tákn hans er ungi háskólastúdentinn Rut sem óvænt rekur á fjörur Tómasar og sem hann fellur kylliflatur íyrir. Reyndar svo mjög að þegar hún yfirgefur hann, þá fer hinn brothætti heimur hans endanlega úr skorðum. Hann neyðist til að endurmeta sjálfan sig og líf sitt. Því líkt og í fyrri skáldsögum Fríðu, en einkum þó verðlaunasögunni Meðan nóttin líður (1990), takast hér á tvö mjög skýrt afmörkuð táknkerfi. Annars vegar táknkerfi firringar og dauða og hins vegar táknkerfi lífs og samstöðu. En Fríða finnur síðara táknkerfmu ekki alfarið stað í sögunni, fjölskyldunni og heimaslóðunum líkt og í sinni síðustu skáldsögu. Rut er ung nútímakona en öfugt við Nínu, aðalsöguhetjuna úr Meðan nóttin líður, er hún litin jákvæðum augum. Hinn and-nútímalegi tónn, sem einkenndi svo mjög þá skáldsögu, valtar hér ekki einfaldlega yfir allan samtímann heldur er hann látinn segja frá og standa fyrir hið karllega efnahagskerfi. Það er komið í hugmyndafræðilega þröng. Það heldur þeim sem í því lifa og starfa í hugarfarslegri gíslingu. Rut berst á hinn bóginn fyrir nýjum gildum. Hún er einskonar „fornleifafræðingur þekkingárinnar“. I heimspekinámi sínu fæst hún við að rannsaka og gagnrýna rætur þeirrar heimsmyndar sem lífssýn Tómasar er grundvölluð á. Réttlætisvitund hennar er í senn kynbund- in og stéttarleg. Hún er talsmaður nýrra og gamalla afla sem hin karllega, vestræna og kapítalíska orðræða hefúr þaggað niður í: Hún er í stuttu máli rödd „hins“. Þess gamla annarleika sem hið ráðandi kerfi verður í senn að nota sem spegil og sem óvin til að geta afmarkað sig og skilgreint. Tómas reynir að kveða þennan annarleika í kútinn en annarleikinn skýtur í sífellu aftur upp kollinum og borar göt í heimsmynd hans. Hann ásækir Tómas jafnt í svefni sem vöku og ber hann að lokum ofúrliði. En það er ekki þar með sagt að Fríða yfirgefi vettvang tvíhyggjunnar. Enn sem fyrr takast á tvö táknkerfi og það fer ekkert á milli mála hvort þeirra er dauðanum merkt og hvort þeirra er litið samúðaraugum. Hið lífvænlega kerfi steypir saman hinu kvenlega, gróðri, vexti, dýrum, skyggni, mildi, hinum kúguðu, samstöðu, samúð, sköpun, goðsögum, skáldskap o.s.frv. og stillir þessum graut andspænis skynsemi, hagfræði, stjórnmálum, gróða, ríkidæmi, einstaklingshyggju o.s.frv. í stuttu máli er ekkert annað gert en að umpóla þann táknfræðilega aðskilnað sem kerfið sem textinn vill vinna á móti hefur þegar reyrt niður. Útkoman er einfaldlega ný sjálfsskilgreining í spegli „hins“ sem gerir ekkert annað en að snúa borðinu við. í grundvallar- atriðum breytist ekkert. Jafn vandlega og í raun meistaralega sem þessum táknkerfum er att hvort gegn öðru, sé litið á heildarformgerð verksins, þá er TMM 1995:4 115
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.