Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Qupperneq 118

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Qupperneq 118
samslátturinn stundum svo yfirdrifinn, sé litið til einstakra atriða, að hann fer gjörsamlega yfir strikið. Þegar Rut loks flytur inn til Tómasar dregst allur skali annarleikans að henni líkt og hún gneisti af táknhlöðnum segulkrafti sem límir hana við fyrrnefndan kött, fær húsið til að ilma að nýju og fyllir Tóm(asar)t-húsið af nýrri (kvenlegri) merkingu: „Hún hefur lagt húsið undir sig, eins og köttinn, og mig. Hún svífur um eins og hún hafi alltaf átt hér heima, djassar, tekur nokkur dansspor, setur blóm úr garðinum í vasa hér, kveikir á kerti þar, hristir púða, færir mynd, smáhlut, og eitthvað gerist sem er óskiljanlegt, líkt og hlýni, lifhi yfir öllu, eins og húsið hafi vaknað af svefhi“ (bls. 152). Hér hlaðast upp allar þær gróður-, vaxtar og lífmyndhverfingar sem í sífellu binda hið kvenlega á klafa frjósemishlutverksins, skipa heiminum niður í skýrt afmörkuð táknsvið. Líkt og orðræða stöðugleikans, þá hafnar þessi umpólun táknkerfanna þeim möguleikum sem búa í hinum margrása, margslungna og fjölradda heimi síðmódernismans. Hún kann ekki annað en að snúa því gamla á haus. En einmitt sú staðreynd að texti Fríðu snýst um þessa umpólun, sýnir hve mikilvæg hún er fyrir skilning okkar á samtíðinni. Fríða spyr sig í fullri alvöru einnar af hinum þrálátu spurningum nýaldarinnar, spurningarinnar um hvernig eigi að grípa inn í merkingarframleiðsluna sjálfa og breyta henni. Hvernig sé hægt að skapa nýjan heim og nýjan skilning þar sem réttlæti, lýðræði og frelsi ná fram að ganga. Um þessa spurningu snerist obbinn af textakenningum síðustu áratuga. Hver á sinn hátt reyndu kenningasmiðirnir að bregðast við þeirri staðreynd að merkingin er aldrei bundin neinum föstum böndum við hlutina og er þess vegna sífellt beitt sem hugmynda- fræðilegu vopni. Sérstaklega í neysluþjóðfélögum þar sem boðskipti og táknasendingar eru svo samtengd markaðskerfinu að meðvitaður lestur tákna þýðir í raun að allt hið félagslega, efnahagslega og samskiptalega svið samfélagsins er undirorpið gagnrýnni athugun. Þessir höfundar reyndu að finna leið til að verjast kúgun þeirra sem hafa tungumálið í sínum höndum. Leið til að snúa á kúgun málfræðinnar, kúgun orðabókanna, hefðarinnar og hins vestræna þankagangs. Þeir spurðu sig hvernig ætti að nota þá uppgötv- un að merking er tilbúningur til að frelsa merkinguna. Hins vegar er öllum tilraunum til að nota þessar hugmyndir til að skilja samtíðina jákvæðum skilningi oftast tekið fremur illa. Þegar bandaríski líf- og sagnfræðingurinn Donna Haraway sló t.d. fýrir nokkrum árum fram setningunni: „Ég vildi frekar vera vélmenni en gyðja“6, urðu margir hálf hvumsa, enda búið að berja það inn í höfuðin á okkur að allt sem byrjar á líf- sé gott og fagurt. f stað þess að skilgreina hið kvenlega út frá lífhugmynd- inni eða mannskepnuna út frá sálarhugtakinu notar hún gena- og upplýs- ingatækni nútímans til að setja fram tilgátu um nýja sjálfsskilgreiningu og 116 TMM 1995:4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.