Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1954, Qupperneq 77
— 75 —
1954
stórfaraldur á árinu, virðist mér, að
sóttarfar hafi verið með mesta móti.
Vestmaruiaeyja. Með betra móti á
árinu. I !4L'I‘Í
Eyrarbakka. Kvillasamt, einkum
síðara hluta ársins.
Selfoss. Heilsufar gott á árinu.
Keflavíkur. Heilsufar gat ekki talizt
gott.
A. Farsóttir.
Töflur II, III og IV, 1—28.
1. Kverkabólga (angina tonsillaris).
Töflur II, III og IV, 1.
1950 1951 1952 1953 1954
Sjúkl. 8737 9850 10365 9183 8466
t>ánir „1111
Virðist hafa verið miðlungi tið og
um ekkert frábrigðileg frá því, sem
gengur og gerist, en mikið ónæði er
að þessum hversdagslega kvilla og' af-
leiðingar hans seint fullséðar.
Hafnarfj. Mátti heita jafntíð allt ár-
ið. Ekki illkynja.
Akranes. Alltið fyrstu mánuði árs-
ins og aftur í júlí, en gerði nokkuð
vart við sig allt árið.
Kleppjárnsreykja. Fá dreifð tilfelli
allt árið.
Eúðardals. Viðloða allt árið.
Þingeyrar. Án fylgikvilla.
Rolungarvíkur. Tiður gestur, eink-
Um í börnum.
Súðavikur. í nóvember skoðaði ég
2 telpur með bjúgbólgu í kokeitlum,
allmikið stækkaða hálseitla, conjunc-
tivitis, 38—39° hita og morbilliform
útbrot. Að 3—4 dögum liðnum voru
þær einkennalausar að öðru en því,
:*ð eitlastækkun hélzt í 2—4 vikur.
Rlóðstrok sýndi um 70% mononuclear
frumur. Poul-Bunnel próf var nei-
fvætt. I.ifrar- og miltisdeyfur voru
eðlilegar. Þykir mér líklegast, að um
ongina monocytotica hafi verið að
ræða, þótt agglutinationsprófið væri
neikvætt. Barn á 1. ári fékk sepsis upp
Ur tonsillitis chronica. Var i 2 mán-
u«i háfebrilt, þrátt fyrir antibiotica
(pensilín, streptomycín, tetracyclin),
er voru reynd í röð. Að lokum var
það sent til Reykjavíkur. Ræktun úr
hálsi sýndi Escherichia coli. Chloro-
mycetin og cortison (gegn toxaemia)
ásamt endurteknum blóðgjöfum réðu
loks niðurlögum sjúkdómsins.
Hólmavikur. Slæðingur flesta mán-
uði ársins.
Hvammstanga. Viðloðandi allt árið.
í júní og júli faraldur víða um hér-
aðið í fólki á öllum aldri.
Blönduós. Ekki áberandi venju
fremur.
Höfða. Fremur algengur kvilli, eink-
um í krökkum.
Sauðárkróks. Gerir að venju talsverl
vart við sig allt árið, og er faraldur
að henni i desember. Ekki mjög skæð.
Hofsós. 45 ára maður fékk absces-
sus peritonsillaris. Skorið í og batnaði
fljótt.
Siglufj. Varð meira og minna vart
alla mánuði ársins, en aldrei hægt að
segja, að um reglulegan faraldur væri
að ræða, og ekki heldur mörg skæð
tilfelli. Pensilíninnspýtingar eða töfl-
ur og pensilinsuspensiones virðast
verka vel á flest hálsbólgutilfelli.
Ólafsfj. Stakk sér niður alla mánuði
ársins, nema í nóvember.
Akureyrar. Fremur algeng flesta
mánuði ársins og stundum nokkuð
slæm tilfelli.
Grenivíkur. Gerði vart við sig allt
árið, en í flestum tilfellum væg.
Húsavíkur. Algeng, einkum fyrra
hluta árs. Fylgikvillar fátíðir. 2 fengu
abscessus retrotonsillaris.
Kópaskers. Gerði að vanda vart við
sig flesta mánuði ársins. Flest tilfelli
1 júli og ágúst samfara kveffaraldri.
Þórshafnar. Gerði vart við sig flestn
mánuði ársins. Engir fylgikvillar.
Vopnafj. Stakk sér niður flesta mán-
uði ársins.
Bakkagerðis. Ekki mjög tíð.
Nes. Viðloðandi allt árið, einkum þó
vor og sumar. Jafnan fremur væg.
Búða. Varð vart alla mánuði ársins.
2 sjúklingar fengu ígerð, sem opna
þurfti.
Vikur. Dreifð á alla mánuði ársins.
Vestmannaeyja. í meðallagi.
Keflavíkur. Talsvert áberandi. ígerð-
ir sjaldgæfar og venjulega aðeins öðr-
um megin.