Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1954, Page 81
ungbarna og ef til vill einstaka gamal-
mennis.
Rvik. Á farsóttaskýrslu i janúar
gerir einn Reykjavikurlæknir svo-
fellda athugasemd um skráð iðrakvef:
Líklega röng diagnosis í mörgum til-
fellum. Einkum uppsala, svimi, mikill
svefn, stundum í 2—3 daga, sviti.
Encephalitisf?), en þá mjög væg. í
öðrum tilfellum diarrhoea.
Haftiarfí. Nokkur tilfelli í hverjum
mánuði, öllu fleiri haustmánuðina
eins og venjulega.
Akranes. Gekk allt árið, eins og ao
undanförnu, en ekki frekar sumar-
mánuðina en aðra mánuði ársins.
Búðardals. Nokkur tilfelli. Rúmlega
50 ára kona dó úr veikinni á 4. degi.
Hólmavíkur. Dreifð tilfelli.
Hvammstanga. Fá tilfelli og væg.
Blönduós. Gekk ekki venju fremur.
Sauðárkróks. Gerir lítið eitt vart
við sig flesta mánuði ársins, en eng-
inn verulegur faraldur að því. Nokkuð
bar á uppköstum í börnum með far-
aldurssniði, án þess að niðurgangur
væri með. Hafa börnin oftast ein-
hvern hita, en batnar fljótt. Læknis er
oft ekki vitjað og venjulega lítið að
finna við skoðun.
Hofsós. Flest börn. 1% árs drengur
hætt kominn. Þornaði hann svo af
uppköstum og niðurgangi, að nauð-
synlegt var að dæla vökva undir húð
* 2 sólarhringa. Önnur tilfelli væg.
Siglufí. Gerði vart við sig alla mán-
uði ársins, en aldrei sem slæmur far-
aldur.
Akureyrar. Gert nokkuð vart við
sig flesta mánuði ársins, eins og vant
er, en engin mjög slæm tilfelli, nema
helzt í júlí, þegar tilfellin voru fá, en
slæm.
Húsavíkur. Yarð vart i flestum mán-
uðum ársins.
Kópaskers. Algengara en skýrslur
sýna. Smáfaraldrar öðru hverju, en
ekki svæsnir.
Þórshafnar. Faraldur í maí. 7 mán-
aða gamalt barn dó. Hafði læknir
verið tilkallaður, þar sem hann var
frarna á ferð. Virtist þetta þá venju-
legt iðrakvef, en læknir fær svo engar
fréttir af því, fyrr en hann heyrir lát
barnsins 4 dögum síðar. Svo snöggt
hafði orðið um það.
Vopnafí. Stakk sér niður flesta mán-
uði ársins.
Bakkagerðis. Einhver tilfelli alla
mánuði ársins nema í febrúar.
Nes. Samfara kveffaröldrum í jan-
úar og maí og allalgengt aðra mánuði
ársins.
Búða. Stakk sér niður, aðallega
meðal barna.
Vestmannaeyja. Með minna móti.
Eyrarbakka. Kom fyrir i flestum
mánuðum ársins, einkum haustmán
uðina, og þá mest sem „gubbuveiki“,
eins og fólk kallaði þenna kvilla, þó
að i mörgum tilfellum fylgdi einnig
diarrhoea.
Keflavíkur. Talsverð brögð að þvi,
að iðrakvef gangi sem farsótt, einkum
seinna liluta ársins, og ber mest á því
í desember. En yfirleitt er þetta mein-
laus veiki og eftirstöðvar sjaldan.
10. Inflúenza.
Töflur II, III og IV, 10.
1950 1951 1952 1953 1954
Sjúkl. 5591 9314 4344 10920 2342
Dánir 5 24 10 18 4
Útbreiðslan samkvæmt skráningu
líkist engan veginn reglulegum inflú-
enzufaraldri, enda gekk landsfaraldur
infhienzu árið fyrir. Fjöldi héraðs-
lækna hefur ekki reynt að greina hér
annað en venjulegt kvef, en ýmsir,
sem það gera, hafa orð á, hve hægt
sóttin hafi gengið yfir, og er það ekki
einkenni inflúenzu. Fljótlega rauk
sóttin þó hjá í Bakkagerðishéraði, en
það getur kvefsótt líka haft til að
gera. Er engan veginn öruggt, að
nokkur inflúenza hafi verið á ferð á
árinu, og verður til engra rannsókna
vísað, er skeri úr um það.
Akranes. Þegar kvefsóttin tók að
réna, í mai, kom inflúenza í héraðið
og breiddist svo ört út, að hún liafði
nærri gengið yfir þann mánuð. Næstu
mánuði komu aðeins fyrir fá tilfelli.
Kleppjárnsreykja. Hægsmitandi og
dreifðist yfir 5 mánuði, apríl—ágúst.