Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1954, Page 81

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1954, Page 81
ungbarna og ef til vill einstaka gamal- mennis. Rvik. Á farsóttaskýrslu i janúar gerir einn Reykjavikurlæknir svo- fellda athugasemd um skráð iðrakvef: Líklega röng diagnosis í mörgum til- fellum. Einkum uppsala, svimi, mikill svefn, stundum í 2—3 daga, sviti. Encephalitisf?), en þá mjög væg. í öðrum tilfellum diarrhoea. Haftiarfí. Nokkur tilfelli í hverjum mánuði, öllu fleiri haustmánuðina eins og venjulega. Akranes. Gekk allt árið, eins og ao undanförnu, en ekki frekar sumar- mánuðina en aðra mánuði ársins. Búðardals. Nokkur tilfelli. Rúmlega 50 ára kona dó úr veikinni á 4. degi. Hólmavíkur. Dreifð tilfelli. Hvammstanga. Fá tilfelli og væg. Blönduós. Gekk ekki venju fremur. Sauðárkróks. Gerir lítið eitt vart við sig flesta mánuði ársins, en eng- inn verulegur faraldur að því. Nokkuð bar á uppköstum í börnum með far- aldurssniði, án þess að niðurgangur væri með. Hafa börnin oftast ein- hvern hita, en batnar fljótt. Læknis er oft ekki vitjað og venjulega lítið að finna við skoðun. Hofsós. Flest börn. 1% árs drengur hætt kominn. Þornaði hann svo af uppköstum og niðurgangi, að nauð- synlegt var að dæla vökva undir húð * 2 sólarhringa. Önnur tilfelli væg. Siglufí. Gerði vart við sig alla mán- uði ársins, en aldrei sem slæmur far- aldur. Akureyrar. Gert nokkuð vart við sig flesta mánuði ársins, eins og vant er, en engin mjög slæm tilfelli, nema helzt í júlí, þegar tilfellin voru fá, en slæm. Húsavíkur. Yarð vart i flestum mán- uðum ársins. Kópaskers. Algengara en skýrslur sýna. Smáfaraldrar öðru hverju, en ekki svæsnir. Þórshafnar. Faraldur í maí. 7 mán- aða gamalt barn dó. Hafði læknir verið tilkallaður, þar sem hann var frarna á ferð. Virtist þetta þá venju- legt iðrakvef, en læknir fær svo engar fréttir af því, fyrr en hann heyrir lát barnsins 4 dögum síðar. Svo snöggt hafði orðið um það. Vopnafí. Stakk sér niður flesta mán- uði ársins. Bakkagerðis. Einhver tilfelli alla mánuði ársins nema í febrúar. Nes. Samfara kveffaröldrum í jan- úar og maí og allalgengt aðra mánuði ársins. Búða. Stakk sér niður, aðallega meðal barna. Vestmannaeyja. Með minna móti. Eyrarbakka. Kom fyrir i flestum mánuðum ársins, einkum haustmán uðina, og þá mest sem „gubbuveiki“, eins og fólk kallaði þenna kvilla, þó að i mörgum tilfellum fylgdi einnig diarrhoea. Keflavíkur. Talsverð brögð að þvi, að iðrakvef gangi sem farsótt, einkum seinna liluta ársins, og ber mest á því í desember. En yfirleitt er þetta mein- laus veiki og eftirstöðvar sjaldan. 10. Inflúenza. Töflur II, III og IV, 10. 1950 1951 1952 1953 1954 Sjúkl. 5591 9314 4344 10920 2342 Dánir 5 24 10 18 4 Útbreiðslan samkvæmt skráningu líkist engan veginn reglulegum inflú- enzufaraldri, enda gekk landsfaraldur infhienzu árið fyrir. Fjöldi héraðs- lækna hefur ekki reynt að greina hér annað en venjulegt kvef, en ýmsir, sem það gera, hafa orð á, hve hægt sóttin hafi gengið yfir, og er það ekki einkenni inflúenzu. Fljótlega rauk sóttin þó hjá í Bakkagerðishéraði, en það getur kvefsótt líka haft til að gera. Er engan veginn öruggt, að nokkur inflúenza hafi verið á ferð á árinu, og verður til engra rannsókna vísað, er skeri úr um það. Akranes. Þegar kvefsóttin tók að réna, í mai, kom inflúenza í héraðið og breiddist svo ört út, að hún liafði nærri gengið yfir þann mánuð. Næstu mánuði komu aðeins fyrir fá tilfelli. Kleppjárnsreykja. Hægsmitandi og dreifðist yfir 5 mánuði, apríl—ágúst.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.