Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1954, Síða 84
1954
— 82 —
Húsavíkur. Komu upp í september
í Aðaldal og Reykjahverfi. Náðu ekki
útbreiðslu, en gengu þó yfir fáeina
bæi. Nokkrir sjúklingar mikið veikir.
Kópaskers. Bárust til Kópaskers frá
Reykjavík seint i september í starfs-
fólk sláturhússins, en það var að
mestu fólk úr nágrannasveitunum, og
hafði fjöldi þess ekki áður fengið
mislinga. Svo vel tókst til, að ekki
veiktust nema fáir, fyrr en slátrun var
að mestu lokið, en annars hefðu orðið
nokkur vandkvæði á starfrækslu slát-
urhússins. Fjöldi heimila í sveitunum,
einkum Kelduhverfi, var illa undirbú-
inn að fá mislinga, þar sem fáir höfðu
fengið veikina, og víða jafnvel gamal-
menni, sem varizt höfðu mislingum
til þessa. Erfiðlega gekk að fá recon-
valescent-serum, svo að taka varð það
ráð að reyna að hefta útbreiðslu sjúk-
dómsins til þeirra heimila, þar sem
voru börn, gamalmenni eða lasburða
fólk. Annars er mönnum nú farið að
skiljast, að vafasamur gróði er að
verjast mislingum fram á fullorðinsár,
þar sem litlar líkur eru til að geta
varizt þeim ævilangt. Hefðu margir nú
gjarna viljað ljúka mislingunum af, ef
tök hefðu verið á að draga úr veik-
indunum og jafnvel verja ungbörn og
gamalmenni. Að aflokinni sláturtið fór
flest sláturhúsfólkið heim i sveitir
sinar, og þá á þau heimili, sem beztar
höfðu ástæður til að taka á móti sjúk-
lingum. Þrátt fyrir varúðarráðstafanir
slysuðust mislingar inn á nokkur
heimili, þar sem þeim var ekki ætlað
að koma. Því litla, sem til náðist af
sermi, var sprautað í lasburða fólk á
meðgöngutímanum, og gafst það mjög
vel. Fengu allir, sem sprautaðir voru,
veikina væga. Veikin var mjög mis-
þung, en lítið sem ekkert um fylgi-
kvilla, enda var hjúkrun og aðbúð
flestra sjúklinganna ágæt, og þeir fóru
gætilega með sig í afturbatanum. Einn
nærri sjötugur asthmaveikur maður
dó úr veikinni, enda hafði ekki tekizt
að útvega honum sermi.
Þórshafnar. Bárust í héraðið í sept-
emberlok frá Kópaskeri. Gengu svo
allt til ársloka, en yfirleitt vægir. 2
fengu lungnabólgu, en batnaði vel af
antibiotica. Nokkur börn fengu mið-
eyrabólgu, en batnaði fljótt af lyfja-
gjöf, nema einum dreng með otitis
suppurativa, sem batnaði ekki fyrr en
eftir ástungu. Mislingarnir gengu aðal-
lega í Þórshöfn, en komu á 3 sveita-
bæi, og veiktist allt fólkið á 2 bæjun-
um. Gaf nokkrum börnum og 4
fullorðnum reconvalescent-serum, og
reyndist það vel.
Vopnafj. Bárust inn í héraðið í júní
með dreng frá Reykjavik, sem kom til
sumardvalar i sveit. Héldust siðan við
í héraðinu fram í aprilmánuð 1955.
Veikin var ekki sérstaklega þung og
varð engum að fjörtjóni. Mislingablóð-
vatn var gefið á meðgöngutíma þeim,
er þess óskuðu. Virtist það draga mik-
ið úr þunga farsóttarinnar.
Bakkagerðis. Seint í september komu
út mislingar á 1 árs gömlum dreng,
sem var nýkominn heim frá Reykja-
vík. Af honum smituðust svo þeir á
bænum, sem ekki höfðu fengið veik-
ina, eða 9 manns. Voru vægir. Bærinn
var einangraður.
Nes. 1 tilfelli, drengur úr Reykja-
vík, er veiktist af vægum mislingum
skömmu eftir hingaðkomu.
Búða. 2 tilfelli í októbermánuði.
Breiddist ekki út.
Víkur. Lítið um fylgikvilla.
Vestmannaeyja. Veikin barst hingað
í september og fór nokkuð hratt yfir
haustmánuðina; náði hámarki í des-
ember. Börn á aldrinum 1—5 ára
veiktust aðallega, þvi að veikin hafði
síðast gengið hér yfir 1950—51. Veik-
in yfirleitt væg og fylgikvillalaus.
Eyrarbakka. Komu i ágúst, náðu há-
marki í október og voru að fjara út
fram yfir áramót. Fjöldi tók veikina,
og margir voru þungt haldnir, eink-
um ungfullorðnir, en mislingar hafa
ekki gengið hér sem faraldur á annan
áratug, svo að mér sé kunnugt.
Keflavíkur. Talsverð brögð að mis-
lingum. Byrjar veikin hér í maí,
gengur um allt héraðið og er hér út
allt árið. Leggst þyngst á marga full-
orðna, því að fjöldi manns er hér,
sem ekki hefur fengið veikina, eink-
um fólk um tvítugsaldur. Fær margt
af þvi væga lungnabólgu, og eru þvi
óspart notuð antibiotica, bæði til
varnar veikinni og til lækninga. Einn-