Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1954, Síða 90
Sauðárkróks. Með meira móti.
Siglufj. Varð talsvert útbreidd, en
væg og læknis oft eigi vitjað, eftir að
fólk hafði liaft spurnir af því, að
þessi sjúkdómur væri farinn að ganga
og hvernig hann lýsti sér.
Ólafsfj. Áframhald á fyrra árs far-
aldri í janúar.
Akureyrar. Sum tilfelli hlaupaból-
unnar mjög þung, og er það óalgengt
um þann sjúkdóm hér í Akureyrar-
læknishéraði.
Breiðumýrar. Öll skráð tilfelli á
sama bæ (sbr. ársskýrslu 1953 i sam-
bandi við ristil).
Kópaskers. 1 sjúklingur í desember.
Breiddist ekki út, þó að sæmileg skil-
yrði væru til þess.
Þórshafnar. Faraldur frá í septem-
ber til áramóta. Fyrsta tilfellið kom
af ristli.
Djúpavogs. Viðloðandi frá því í
febrúar og fram i september. Algeng-
ust í fólki innan við tvítugt. Veikin
mun hafa verið mjög væg og ekkert
borizt út fyrir Djúpavog og næsta ná-
grenni.
Eyrarbakka. Nokkur tilfelli nær því
mánaðarlega allt árið. Flest tilfellin
væg, en 2 fullorðnar konur urðu mjög
þungt haldnar af þessum kvilla.
Iíeflavíkur. Stingur sér niður öðru
hverju.
23. Heimakoma (erysipelas).
Töflur II, III og IV, 23.
1950 1951 1952 1953 195!
Sjúkl. 28 17 32 14 28
Dánir 1 „ „ „ „
Eflaust eru ætíð mikil vanhöld á
skráningu heimakomu, en lítið verður
nú úr hverju tilfelli hjá þvi sem áður
var, og er fyrir að þakka hinum
mikilvirku igerðarvarnarlyfjum. Úr
heimakomu eru menn nú hættir að
deyja.
Sanðárkróks. Kona með erysipelas
faciei. Batnaði fljótt við pensilín.
Þórshafnar. 1 tilfelli í andliti. Batn-
aði af súlfagjöf.
Nes. 2 væg, auðlæknuð tilfelli skráð
(þó ekki á farsóttaskrá).
Búða. Fengu 4 sjúklingar, flestir í
andlit.
24. Þrimlasótt
(erythema nodosum).
Töflur II, III og IV, 24.
1950 1951 1952 1953 1951
Sjúkl. 5 „ „ 2
Dánir
Er nú með rénun berklaveikinnar
að hverfa með öllu úr tölu íslenzkra
farsótta og hefur reyndar ætið átt þar
illa heima.
25. Gulusótt (hepatitis infectiosa).
Töflur II, III og IV, 25.
1950 1951 1952 1953 1954
Sjúkl. 1 58 155 15 9
Dánir „ 1 „ „ „
Einstök dreifð tilfelli skráð í 4
læknishéruðum, en að öðru leyti ekki
gerð grein fyrir.
26. Ristill (herpes zoster).
Töflur II, III og IV, 26.
1950 1951 1952 1953 1954
Sjúkl. 76 70 76 69 82
Dánir ,, „ ,, ,, „
Þó að læknum dyljist ekki samband
á milli sýkinga af ristli og hlaupa-
bólu, verður ekki ráðið af lauslegri
athugun skráningar þessara sótta, að
um þá samferð þeirra sé að ræða, að
þvi fleiri sem sýkjast af hlaupabólu
því meira beri á ristli.
Reykhóla. 1 tilfelli, 55 ára gömul
kona (ekki skráð).
Sauðárkróks. Með meira móti, eink-
um framan af árinu, enda gerir
hlaupabóla talsvert vart við sig.
Akureyrar. Allir skráðir sjúklingar
roskið fólk og tilfellin létt.
Kópaskers. 2 sjúklingar með 5 mán-
aða millibili. Ekkert hægt að vita um
smitun.
Vopnafj. Aldraður maður ofkældist
á gistihúsi á Seyðisfirði. Fékk, er
heim kom, ristilútþot um spjaldbein
hægra megin, þjóvöðva og niður eftir
hægra læri. Myndaðist undir blöðru-
klösunum húðdrep og urðu af stór
sár, er drepið losnaði. Átti i þessu