Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1954, Page 97
— 95
1954
Vestmannaeyja. Enginn dvaldist í
héraðinu á árinu með smitandi lungna-
herkla, og er það einsdæmi; engar ný-
smitanir áttu sér stað i héraðinu.
Keflavíkur. Berklar mjög fátiðir í
héraðinu.
3. Geislasveppsbólga
(actinomycosis).
Töflur V—VI.
1950 1951 1952 1953 1954
Sjúlíl. „ 1
Dánir
Enginn sjúklingur skráður á mán-
aðarskrá, en þó segir af 1 tilfelli hér
á eftir.
Nes. 13 ára drengur héðan úr bæn-
úm, sem dvalizt hafði sumarlangt á
sveitaheimili í Norðfjarðarhreppi,
fékk um haustið smávaxandi, harða
°g hnútótta fyrirferðaraukningu inn-
an á kinn, rétt aftan við hægra munn-
vik. Enginn hiti fylgdi né önnur al-
menn sjúkdómseinkenni. Drengurinn
hafði tekið inn achromycin um nokk-
urt skeið við þessu, er hann kom til
Kún, en þykkildið eigi hjaðnað. Var
bá kominn rauður, fluctuerandi hnút-
nr utan á kinnina og virtist í beinu
sambandi við fyrirferðaraukningu að
innan. Við ástungu gekk út allmikill
gulleitur gröftur, sem við skoðun stað-
festi, að um geislasveppsbólgu væri að
rmða. Drengurinn fékk pensilíninn-
gjafir i 4 vikur samfleytt og sulfa
samtimis þvi i 2 vikur. Síðan fékk
hann styttri pensilínmeðferð eftir 4
vikna hlé. Bólgan hjaðnaði fljótlega,
en til vara fékk hann aftur að 3—4
vikum liðnum, og virtist eftir það al-
hata. Ókunnugt var um, að geisla-
sveppsbólgu hefði áður orðið vart á
n* þeim, sem drengurinn dvaldist á,
né nálægum bæjum.
4. Holdsveiki (lepra).
Töflur V—VI.
1950 1951 1952 1953 195!
£ spitala 89776
^héruðum 3 3 2 2 2
Samtals 11 12 9 9 8
Utan hælisins í Kópavogi er nú
kunnugt um 2 holdsveika sjúklinga i
þessum héruðum: Rvik : 1 (karl, 56
ára); Húsavík: 1 (kona, 79 ára).
Læknir Holdsveikraspitalans í Kópa-
vogi lætur þessa getið:
7 sjúklingar voru á spitalanum í
ársbyrjun. 1 karlmaður dó á árinu,
blindur, fyrir löngu tracheotomerað-
ur, mikið bæklaður á höndum og fót-
um, og var þá orðinn 85 ára gamall,
nokkurn veginn þjáningarlaus þau 11
—12 ár, sem ég þekkti hann, og si-
starfandi fram á síðasta ár. í árslokin
voru 6 sjúklingar eftir, 3 karlar og 3
konur. Um sjúklinga þessa er ekkert
að segja fram yfir það, sem sagt hef-
ur verið á siðustu árum. Flestir þeirra
geta dútlað dálítið i höndunum sér til
dægrastyttingar. Sjúklingur sá, sem
heimsendur var 1942, er enn í Reykja-
vík. Hann er 56 ára, blindur, en
kennir sér annars einskis meins. Hann
starfar að blindraiðn. Mér skildist á
augnlækninum, að hann teldi blindu
hans ekki stafa af holdsveiki, en ég
Iield þó raunar, að svo sé. Hann kem-
ur við og við til skoðunar, siðast 15.
júní síðast liðinn. Engin lepraein-
kenni eru á honum að finna, hvorki
kliniskt né bakteriologiskt. Hann er
duglegur við chaulmoograolíu og not-
ar talsvert af henni.
Húsavíkur. Sama kona og áður,
heilbrigð í mörg ár.
5. Sullaveiki (echinococcosis).
Töflur V—VI.
1950 1951 1952 1953 1954
Sjúkl. 8 6 13 4
Dánir 4 3 2 3 ,,
Á mánaðarskrám eru 4 skráðir
sullaveikir, en engum varð sullaveiki
að bana á árinu, og er það ærið sögu-
legt, því að nærri fullvist má telja, að
slíkt hafi ekki komið fyrir áður, allt
frá upphafi byggðar hér á landi. Árið
1911, þá er fyrst var farið að halda
öllum banameinum til haga, voru 16
skráðir dánir úr sullaveiki, og hefur
dánartalan farið nokluirn veginn jafnt
og þétt lækkandi siðan, en þó með