Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1954, Blaðsíða 110
1954
108 —
verið veikt, frá því aS þaS var 6 vikna
gamalt. Fékk þaö þá, aÖ þvi er virtist,
venjulegt kvef og upp úr þvi lungna-
kvef. Eftir þaö var barnið stöðugt
með hita, oftast subfebrilt, en sí og æ
að fá hálsbólgu-, kvef- eða niður-
gangsköst og var þá háfebrilt. Ekki
liöfðu súlfa, pensilin eða hin nýrri
lyf, svo sem achromycín, nein áhrif.
Moropróf var -4-, og ekkert sást i lung-
um við skyggningu. í október gekk
hér vont kvef, sem varð barni þessu
að aldurtila.
47. Fissura ani.
Ólafsvikur. 1 tilfelli.
48. Fluor albus. Vaginitis.
Kleppjárnsreykja. Leucorrhoea 1.
Vaginitis 1.
ölafsvíkur. Fluor albus 2.
Þingeyrar. Fluor genitalis 6.
Súðavíkur. 1 tilfelli.
Vopnafí. 1 tilfelli.
49. Furunculosis, panaritia etc.
Kleppjúrnsreykja. Panaritia 29.
Furunculosis 18. Decubitus 2. Balani-
tis 2. Periostitis 3. Hordeolum 10.
Ulcus narium 4. Gangraena 1. Absces-
sus 14. Phlebitis 1.
Ólafsvíkur. Gingivitis 11, parulis 5,
dacryocystitis 1, hordeolum 9, furun-
culi 18, furunculosis 5, carbunculosis
1, abscessus ýmiss konar 8, lympha-
denitis 2, lymphangitis 2, phlegmone
manus 2, panaritia 21, periostitis al-
veolaris simplex 1, mastitis phleg-
monosa 1.
Búðardals. Furunculosis 23, pana-
ritia 8, abscessus 6, hordeolum 4.
Reykhóla. ígerðarfaraldur gekk hér
á vormánuðum og fram á sumar. Er
mér sagt, að slikur faraldur gangi hér
á hverju vori. Hvað veldur? Er fæðan
orsökin? Hér er mjög erfitt að afla
alls nýmetis; engu að siður er margt
af hinum gamla sveitamat að hverfa
af borðum. Er hér að finna orsökina
að aukningu meltingarsjúkdóma, tann-
skemmda og ígerða?
Flateyjar. Panaritia 3, furunculo-
sis 2.
Þingeyrar. Balanitis 1, mastitis 1,
pyorrhoea alveolaris 1, phlebitis 3,
panaritia, furunculosis, phlegmone et
abscessus diversis locis 51.
Flateyrar. Abscessus 3, allt minna
háttar ígerðir, nema eitt fingurmein,
sem jafnaði sig fljótt eftir aðgerð og
pensilínmeðferð.
Súðavíkur. Dacryocystitis 1. Panari-
tia, furunculi, abscessus algengir á sjó-
mönnum. Nokkrum sinnum gerðar in-
cisiones i svæfingu. Ethmoiditis acuta:
2 ára stúlkubarn fékk mikla lopa-
bólgu (oedema collaterale) á utanvert
neðra augnalok hægra megin. Ekkert
sá á auganu. Hiti eðlilegur í fyrstu,
en hækkaði fljótlega, og jafnframt
kvartaði barnið um verk i hnakka, en
lá í móki annað veifið. Þar sem sýnt
þótti, að um fulminant ethmoiditis
væri að ræða, var barnið sent tafar-
laust til nef- og hálslæknis i Reykja-
vík. Staðfesti hann greininguna og lét
barnið fá kröftuga pensilínmeðferð.
Hólmavíkur. Með meira móti seinna
liluta ársins.
Hvammstanga. Lítið um ígerðir.
Aðeins 4 sjúklingar hafa verið skráðir.
Höfða. Nokkuð um minna háttar
fingurmein.
ðlafsfj. 16 sjúklingar með kýli, 6
með fingurmein, öll meinlaus.
Þórshafnar. Glossitis: 1 tilfelli all-
slæmt. Þrútnaði tunga svo mjög, að
sjúklingurinn gat engu kyngt, en batn-
aði um síðir eftir incisiones i tungu.
Antibiotica hrifu ekki. Adenophleg-
mone mandibularis 1. Nokkur tilfelli
af furunculosis. 3 slæm tilfelli af pa-
naritia. 1 sjúklingurinn fékk krók-
fingur, enda gigt fyrir í hnúum.
Vopnafj. Panaritium 15, subepider-
moidale 1, pustulae digitorum 3,
aliis locis 5, furunculus 49, abscessus
4, lymphangitis 6, lymphadenitis 4,
parulis 1, hordeolum 14, ulcus nasi 4,
lingvae 4, mastitis 3.
Seyðisfj. Furunculi og panaritia
ekki algeng, helzt sjómenn, sem leita
sér læknis.
Nes. Furunculosis 23, carbunculus
4, panaritia 35, abscessus 8, phleg-
mone 5.
Búða. ígerðir allalgengar, einkum
meðal sjómanna og þeirra, sem vinna
við fiskaðgerð.