Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1954, Side 131
— 129 —
1954
Þórshafnar. 1 kona fæddi fullburða
andvana fóstur, án þess að nokkuð
virtist vera að. Gekk sú fæðing vel.
1 kona fékk praeeclampsia á 2. sólar-
hring eftir fæðingu. 2 fósturlát. Á
annarri gerð evacuatio uteri vegna
niikillar blæðingar, á hinni þurfti að
losa fylgju manuelt.
Vopnajj. Konur fæddu allar sjálf-
krafa. Farnaðist þeim og börnunum
vel.
Bakkagerðis. Fæðingar gengu vel.
Var sótt vegna 4 fósturláta. 1 kona
send á Sjúkrahús Seyðisfjarðar, og
var þar gerð abrasio uteri vegna lang-
varandi blæðinga.
Seyðisfj. Fæðingar gengu allar vel
°g lítillar læknishjálpar þurfti við.
Flestar fæddu konurnar i sjúkrahús-
inu, enda ljósmóðirin þar starfandi
sem aðstoðarhjúkrunarkona. Öllum
heilsaðist konunum vel, og öll börnin
lifðu.
Nes. 1 barn tekið með töng hjá 19
ára primipara vegna grindarþrengsla
(sennilega sequelae rachitidis). 1 til-
felli anencephalia. 4 fósturlát. 1 kona
gerð ófrjó á árinu og gerður á henni
abortus provocatus af heilsufars- og
heimilisástæðum.
Búða. Fæðingar gengu yfirleitt vel.
Oftast var min vitjað til að herða á
sótt eða vegna óska um deyfingu.
Kunnugt um 3 fósturlát.
Djúpavogs. Barn fæddist andvana á
Djúpavogi. Fóstrið macererað. Orsök
ókunn. Undirritaður aldrei viðstadd-
ur fæðingar á þessu ári. 1 kona dó úr
eclampsia 10 klst. eftir fæðingu lif-
andi barns. Læknir komst ekki á vett-
vang. 2 fósturlát.
Kirkjubæjar. Konur fæða hér að
jafnaði í heimahúsum. Fylgzt er með
þeim eftir föngum um meðgöngutím-
ann. Hefur þetta lánazt vel.
Vestmannaeyja. 3 börn andvana
fædd, öll vansköpuð, þar af 2 sam-
vaxnir tvíburar, svo og vanskapning-
ur (monstrum), sem ekki var hægt að
greina kyn á. Fæðingar voru þetta ár
með meiri annmörkum en oft áður.
Keisaraskurður var gerður tvisvar,
annað skiptið vegna fyrirsætrar fylgju
og hitt skiptið, ásamt aðgerð vegna
garnaflækju, og dó sú kona, en barnið
lifði. Limun var gerð á vanskapningn-
um, sem áður getur, og framdráttur á
siamiskum tvíburum, andvana. Töng
var einu sinni lögð á vegna sóttleysis.
Einu sinni gerði krampafyrirboði vart
við sig. Konunni heilsaðist þó vel, en
barnið, sem fæddist fyrir tíma, dó á
4. degi. Þess má og geta, að aðburður
barna var með meira móti afbrigði-
legur. 10 sinnum var aðgerð gerð
vegna fósturláta á sjúkrahúsinu hér.
Eyrarbakka. Vitjað til sængurkvenna
langoftast til þess að deyfa þær. Er
kunnugt um 2 fósturlát, þótt ljósmæð-
ur geti þeirra ekki.
Keflavíkur. Fósturlát nokkur i hér-
aðinu. 1 kona skafin í Keflavik og
önnur send í sama skyni inn á Lands-
spítala. 3. konunni batnaði heima.
V. Slysfarir.
Slysfaradauði og sjálfsmorð á síð-
asta hálfum áratug, teljast sem hér
segir:
1950 1951 1952 1953 1954
Slysadauði 92 92 71 90 70
Sjálfsmorð 17 18 17 12 19
Rvík. Samkvæmt dánarvottorðum og
krufningarskýrslum létust 22 manns
af slysförum á árinu. Bifreiðarslys 5:
^Tiggja ára telpa varð undir bifreið
og lézt af innri áverkum. Strætisvagn
ók utan i konu á áttræðisaldri með
þeim afleiðingum, að hún mjaðmar-
grindarbrotnaði og fékk miklar blæð-
ingar, er leiddu hana til bana. Tvi-
tugur piltur varð fyrir bifreið, er
hann var á reiðhjóli í myrkri. Hann
lézt nær samstundis. Drengur 11 ára
varð fyrir bíl á Iíafnarfjarðarvegi og
hlaut af því höfuðkúpubrot og
sprungið milti. Lézt hann í Lands-
spitalanum skömmu siðar. Sextugur
maður lézt 14. nóvember af afleiðing-
17