Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1954, Síða 182
1954
— 180 —
i konuna. Nær allur hægri hand-
leggur marðist mikið, og auk þess
sást lófastórt sár á framhandlegg.
Konan missti meðvitund innan
klukkustundar, blóðþrýstingur féll
ört, og hún andaðist nóttina eftir.
Ályktun: Við krufningu fannst
mjaðmargrindarbrot og mikil
blæðing út frá þvi i linu partana.
Einnig skurður, sem saumaður
liafði verið saman, á hægra fram-
handlegg. Áverkar þessir, ásamt
losti, sem þeim hefur fylgt, hafa
leitt konuna til dauða. Auk áverk-
anna fundust miklar sjúklegar
breytingar í nýrum (skorpunýru),
léleg lifur og útbreidd kölkun í
kransæðum hjarta.
51. J. K. Ó„ 58 ára ekkja. Var að
koma í heimsókn hjá kunningja-
fólki sínu, er hún hné niður og
var þegar örend. Ályktun: Við
krufningu fannst alger stifla í
hægri kransæð og mikil skemmd
i hjartavöðva út frá henni, sem
sýnilega var gömul. Enn fremur
nýrri stífla i annarri aðalgrein
vinstri kransæðar. Þessar stiflur
í hjartaæðunum hafa valdið blóð-
leysi í hjartanu, sem leitt hefur
konuna til bana vegna áreynslu,
sem hún hefur orðið fyrir.
52. 5. október. Nýfætt mevbarn. Dó
innan sólarhrings, óvíst úr hverju.
Ályktun: Við krufningu fundust
Iítil lungu, sem ekki höfðu þanizt
iit nema að litlu leyti. í smásjá
sáust útbreiddar blæðingar i
lungnablöðum. Sennilegt, að blæð-
ingarnar hafi stafað af K-vítamin-
skorti.
53. 12. október. G. B. B-son, 6 ára.
Varð fyrir jeppabil, sem var að
renna út í á, og andaðist rétt á
eftir. Ályktun: Við krufningu
fannst lifur tætt á stóru svæði, og
liafði blætt mjög mikið úr henni
út i kviðarhol, svo að þessi blæð-
ing hefur orðið drengnum að
bana. Enn fremur fundust brot á
9., 10., 11. og 12. rifi aftur við
hrygg, og var vefurinn þar nokk-
uð marinn í kring.
54. 5. nóvember. B. S-son, 20 ára. Var
lagður inn á sjúkrahús vegna mis-
linga. Fékk krampaköst og dó
daginn eftir. Ályktun: Við krufn-
ingu fannst lungnabólga, aðallega
hægra megin. Við smásjárrann-
sókn sást, að þetta var broncho-
pneumonia haemorrhagica, svo og
bólga í heila, encephalitis, en eng-
ar áberandi breytingar í öðrum
líffærum. Við ræktun óx strep-
tococcus viridans úr milti og litið
eitt af pneumococci úr lungna-
bólgunni. Banameinið hefur verið
heilabólga og lungnabólga af ein-
hverju virus, sem ekki er unnt að
ákveða, og sennilegt, að lungna-
bólgan hafi aðallega stafað af því
líka.
55. 8. nóvember. Ó. H-son, 41 árs.
Fannst hengdur í lögreglukjallar-
anum í Rvík. Ályktun: Við krufn-
ingu fannst greinileg hengingar-
rák á hálsi. Enn fremur blæðing
í skeifugarnarhenginu, rétt fyrir
neðan maga. Höfuðið var mjög
blátt, meira en vanalegt er við
hengingu, og bendir það til þess,
að snaran hafi ekki herzt mjög
snögglega. Blæðingin i skeifu-
garnarhenginu er sennilega eftir
áverka, sem gæti verið spark i
kviðinn. Blóðrannsókn sýndi, að
maðurinn hefur verið ölvaður
(1,19/c vinandi i blóði).
56. 13. nóvember. S. N-dóttir, 2% árs.
Lézt eftir sólarhrings veikindi,
sem ekki voru talin alvarleg, fyrr
en barninu þyngdi skyndilega og
það dó, áður en læknir kom.
Ályktun: Við krufningu fundust
engar áberandi sjúkdómsbreyt-
ingar, en við ræktun óx staphylo-
coccus aureus frá blóði, milti,
lifur og lungum. Banameinið virð-
ist hafa verið blóðeitrun af sta-
phylococcus aureus, sem hefur
það til að mynda mjög eitrað
toxín, sem getur drepið á skömm-
um tíma. Um inngangsport verð-
ur ekki fullyrt.
57. 15. nóvember. S. E-son, 53 ára.
Fannst hengdur heima hjá ser.
Hafði verið farinn að sjá ofsjón-
ir, en annars litið borið á geð-
bilun. Ályktun: Suicidium.
58. 19. nóvember. B. E-son, 58 ára.