Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1954, Side 197
— 195 —
1954
fulla heyrn, nægir þó að setja strik í
dálkana. Þess verður aS gæta aS hvisla
lágt, en skýrt, og aS hljótt sé í her-
berginu á meðan. Ef nemandi er send-
ur til eyrnalæknis vegna heyrnar-
deyfu eða er undir læknishendi vegna
eyrnasjúkdóms, skal það fært undir
ur. 7 i lykli.
3. Heilsufar dæmt eftir útliti, ef ó-
eðlilegt þykir, vansköpun og bæklun,
sem ekki fellur undir önnur númer í
lykli, burðargallar almennt (hold-
uingsfejl).
4. Geta skal um, ef líkamsstærð
Þykir greinilega óeðlileg miðað við
aldur, offitu og óeðlilega megurö. Rétt
er að vara við því að taka of mikið
mark á meðaltalstöflum um liæð og
byngd, þótt að þeim geti verið stuðn-
ingur.
5. Húðsjúkdómar, óeölilegur fölvi,
roði, blámi, gula, svo og lús og nit,
líkamshirðing að öðru leyti, ef henni
bykir greinilega áfátt, nagaðar neglur.
6. Augnsjúkdómar, rangeygð, sjón-
gallar.
7. Eyrnasjúkdómar, heyrnardeyfa.
8. Heildartala skemmdra og úr-
dreginna tanna (skammst. sk), þar af
tala viðgerðra tanna (vg). Þar sem
tannlæknar starfa í skólum, þurfa
skólalæknar ekki að skrá neitt um
tennur.
9. Munnslímhúö, tannhold, kverkl-
ar (kokeitlar), neföndun, rennsli úr
nefi.
10. Eitlar, einkum á hálsi.
11. Skakkbak (scoliosis), bungubak
(kyphosis), söðulbak (lordosis), slétt-
bak (columna recta). Þess skal gætt
°g getið, hvort hryggur er fastur i
óeðlilegum stellingum. Missmíði á
brjóstgrind, signar eða framstæðar
axlir, útstæð herðablöð.
12. Ilsig, varus- og valgusstellingar
(svigfætur, kiðfætur), mislengd fót-
bma, liðasjúkdómar.
13. Hlustun.
14. Hlustun, ef læknir telur ástæðu
til. Lýsing á lungnamynd, ef eitthvað
er athugavert og mynd hefur verið
tekin.
15. Kviðslit, eistu (kryptorchis-
mus).
16. Lömun, stjarfi, ósjálfráðir kipp-
ir, rýrnun og stytting vöðva.
17. Stam, smámæli (linmæli),
kverkmæli, óðmæli, nefmæli.
18. Um þetta skal læknir því að-
eins skrá nokkuð, að hann telji vafa-
laust, að um andlegan vanþroska sé
að ræða.
19. Niðurstöður litarskynsprófa á
12 ára börnum skulu skráðar í sjálfan
dálkinn. Til notkunar við litarskvns-
prófun má benda á hina sænsku
Boströmstöflu, sem talin er skera mjög
vel úr um það, hvort menn eru lit-
blindir eða ekki.
20. Skrá skal jákvæðar niöurstöö-
ur rannsókna, sem gerðar kunna að
vera, þegar sérstakt tilefni þykir til,
svo sem niðurstööur þvagrannsóknar,
blóðrannsóknar, blóðþrýstingsmæling-
ar o. fl.
21. Skrá skal ástæðu til undanþágu
frá skólavist eða þátttöku í einstökum
námsgreinum, t. d. iþróttum, og geta
um, hvort undanþága er veitt til
skamms tíma eða til langframa.
22. Skrá skal farsóttir, svo og aðra
þá sjúkdóma, sem máli þykja skipta
og nemandi kann að fá, meðan hann
er í skóla. Þar sem haft er stöðugt
eftirlit með skólum, skal skrá þetta
jafnóðum, en þar sem aðeins er um
baustskoðun að ræða, nægir, að lækn-
ir skrái sjúkdóma á liðnu skólaári,
þegar skoðun fer fram.
XV. Hér skal skrá tilvisun til heim-
ilislæknis (Hl eða nafn læknis) eða
sérfræðings (Sf eða nafn læknis), svo
og ef skólalæknir (héraðslæknir) veit-
ir nemanda læknismeðferö (Sk eða
nafn læknis). Enn fremur skal skrá
þátttöku í sjúkraleikfimi, fótaæfingar
á heimili, sérkennslu vegna málfæris-
galla eða skynfæragalla, svo og annað,
sem um kann að vera að ræða og máli
þykir skipta. Ef skólalæknir telur á-
stæðu til, getur hann einnig skráð, í
hverju læknismeðferð er fólgin, t. d.
þegar nemandi þarfnast stöðugrar
læknismeðferðar vegna langvinns
sjúkdóms.
XVI. Þarf ekki skýringa.
Vanda þarf sérstaklega til skoðunar
á barni, sem kemur fyrsta sinn í