Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1954, Blaðsíða 216
1954
— 214
að borða, sérstaklega bar á þessu eftir
heimsóknir, sem voru fleiri en leyfi-
legt var.
Að því er séð verður, er barn þetta
líkamlega hraust og andlegur þroski
fullkomlega eðlilegur. Hún virðist vera
viðkvæm i lund, og er því æskilegt,
að hún alist upp i rólegu umhverfi,
þar sem tekið er hæfilegt tillit til
skapgerðar hennar. Við slíkar aðstæð-
ur tel ég engin vandkvæði á uppeldi
hennar.“
Málið er lagt fyrir læknaráð
á þá leið,
að beiðzt er umsagnar um, hvort . ..,
sérfræðingur í tauga- og geðsjúkdóm-
um, hafi gert fullnægjandi grein fyrir
staðhæfingu sinni i vottorði, dags. 1.
október 1952, um, að barnið Z., fætt
. .. júli 1949, hafi þegar (1. október
1952) beðið andlegt tjón í samvist við
móðurina.
Á fundi réttarmáladeildar hinn 19.
júní 1956 lagði ..., sérfræðingur i
tauga- og geðsjúkdómum, fram svo-
hljóðandi bréf, dags. 16. s. m.:
„Til þess að skýra enn nákvæmar
en ég hef áður gert þann mismun, sem
var á andlegu (sálrænu) ástandi
barnsins (þ. e. Z.), annars vegar með-
an það var á V-götu og hins vegar er
það hafði verið tiltölulega stuttan tíma
á G-götu, vil ég taka fram eftirfar-
andi:
Alltaf er ég skoðaði barnið á V-götu
og sömuleiðis er ég skoðaði það fyrst,
eítir að það kom á G-götu frá V-götu,
hafði það áberandi einkenni psyc-
honeurosis, en þessi einkenni hurfu
jafnan, er barnið hafði dvalið um tima
á G-götu.
Psgchoneurotisk einkenni barnsins
voru þessi:
a. barnið vildi ekki borða.
b. barnið vildi ekki tyggja matinn.
c. barnið hélt oft matnum lengri
tíma í munninum.
d. barnið svaraði með uppköstum
tilraunum til þess að fá það til
að borða.
e. psychogen lystarleysi (nervös
anoxi), sem venjulega skapast eða
eykst við mistök í uppeldi barns-
ins.
f. negativistisk reaktion, sem venju-
lega stafar af slæmu uppeldi.
g. áköf reiðiköst (sem er negativist-
isk reaktion), en þau orsakast
venjulega af röngu uppeldi.
h. motoriskur órói, sem er neuropa-
tisk einkenni.
i. tilhneiging til óþægindatilfinning-
ar (kláði, sensationir frá húðinni
með þar af leiðandi ókyrrleika).
j. aukinn motoriskur órói, þegar
barnið fann, að horft var á það.
k. óeðlilega mikil sársaukatilfinning.
l. margs konar ósiðir, svo sem að
sjúga fingur, bíta í neglur (þ. e.
onychofagi) o. fl.
m. masturbationstilhneiging.
n. hræðsla og angist að ástæðulausu.
(Rétt uppalið barn á þessum aldri
þekkir venjulega aldrei hræðslu
eða angist að ástæðulausu).
o. svefntruflanir.
p. motoriskur órói á nóttunni, oft
með hrópum í svefni.
q. pavor nocturnus (sem orsakast
langoftast af angistpreguðum (sic)
draumum).
r. neurasteni (ástand, sem lýsir sér
í nervösri irritation í sambandi
við abnormal þreytutilfinningu,
einnig lélegri koncentration, vant-
andi úthaldi, höfuðverk, lystar-
leysi, svefntruflunum, auknum
sinareflexum, dermografisma og
organneurotiskum einkennum,
sem er tákn vantandi jafnvægis i
autonoma taugakerfinu).
Sum framangreindra einkenna sá ég
sjálfur, en frá hinum var mér skýrt af
sjónarvotti, enda barnið ekki nægilega
gamalt (andlega þroskað) til að geta
skýrt eða lýst sjálft ástandi sínu eða
einkennum.
Það er staðreynd, að persónuleiki
myndast sem produkt af umhverfi og
konstitutionellum eiginleikum („am
lage“), og að börn eru næmari fyrir
áhrifum og meira suggestibel en full-
orðið fólk og reagera þess vegna á-
kafar en fullorðnir. Stórt atriði við
uppeldi barna er þess vegna taumhald
á emotionellum reaktionum, enda
framkallar rangt uppeldi oft patolo-