Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1954, Blaðsíða 218
1954
— 216 —
ast alliniklar líkur til þess, að hann sé
faðirinn.“
í málinu liggur fyrir vottorð Jóns
Sigurðssonar, borgarlæknis i Reykja-
vík, dags. 28. febrúar 1956, svohljóð-
andi:
„í tilefni af barnsfaðernismálinu:
X. gegn Y., hafið þér, herra sakadóm-
ari, með bréfi, dags. 24. þ. m., óskað
álits mins á því, hvenær barn það,
fætt 21. nóvember 1955, sem mál þetta
er risið út af, geti verið komið undir.
í vottorði ljósmóðurinnar, dags. 19.
desember 1955, segir, að barnið hafi
verið fullburða við fæðingu.
Venjulegur meðgöngutími fullburða
barns er um 270 dagar, en g'etur verið
misjafnlega langur, frá 240 til 320
dagar.
Mestar likur eru því til, að barnið
sé getið um 23. febrúar 1955, en mög'u-
leikar eru þó á, að barnið hafi komið
undir einhvern tíma á tímabilinu 4.
jan. til 26. marz 1955.
Málsskjöl þau, er fylgdu bréfi yðar,
endursendast hér með.“
Málið er lagt fyrir lœknaráð
á þá leið,
að spurt er, á hvaða tímabili hugsan-
legt sé, að barn það, sem málið er
af risið, geti verið getið (1); sérstak-
iega er um það spurt, hvort útilokað
teljist, að barnið sé getið aðfaranótt
29. marz 1955 (2).
Málið var lagt fyrir réttarmáladeild
ráðsins. Afgreiddi deildin það með á-
lyktunartillögu á fundi hinn 5. sept-
ember 1956, en samkvæmt ósk eins
læknaráðsmanns var málið borið und-
ir læknaráð í heild. Tók ráðið málið
til meðferðar á fundi hinn 17. sept-
ember 1956, og var eftir ýtarlegar
umræður samþykkt að vísa því til
nýrrar meðferðar réttarmáladeildar.
Afgreiddi deildin málið með ályktun-
artillögu á fundi hinn 2. október 1956,
en samkvæmt ósk tveggja læknaráðs-
manna var málið borið undir lækna-
ráð í heild. Tók ráðið það til með-
ferðar á fundi hinn 12. október 1956,
og var eftir ýtarlegar umræður sam-
þykkt að afgreiða það með svohljóð-
andi
Ályktun:
Ad 1: Ekki er hægt að nefna á-
kveðinn dag, sem ugglaust getur talizt
síðasti eða fyrsti hugsanlegur getnað-
ardagur tiltekins barns.
Ad 2: Ekki verður útilokað, að
barn það, sem málið er risið af (fætt
21. nóvember 1955, lengd 50 cm,
þyngd 3200 g), hafi verið getið að-
faranótt 29. marz s. á.
Málsúrslit: Með dórai bæjarþings Reykja-
vikur, kveðnum upp 1. nóvember 1956, var
kærður, Y, dæmdur faðir að barni X og hon-
um gert að greiða meðlag með þvi til 16 ára
aldurs og málskostnað, svo sem venja er.