Saga - 2020, Blaðsíða 7
F O R M Á L I R I T S T J Ó R A
Heiðursmennirnir Gunnar á Hlíðarenda og Njáll á Bergþórshvoli prýða
forsíðu Sögu að þessu sinni. Þeir eru glæsilega klæddir í litríkar skyrtur, bux-
ur og frakka — ef til vill ekki þann klæðnað sem okkur dettur fyrst í hug
þegar hetjur þjóðveldisaldar eru annars vegar en svona sá Guðlaugur
Magn ússon, rúmlega tvítugur vinnumaður á Fellsströnd í Dölum, þá fyrir
sér þegar hann og Guðmundur bróðir hans settu saman sagnahandrit sitt á
árunum 1871–1873. Þorsteinn Árnason Surmeli skrifar forsíðumyndargrein
Sögu um handritið Lbs. 747 fol. og skriftir og teikningar bræðranna.
Álitamál Sögu fjalla um áhrif stafrænu vendingarinnar (e. the digital turn)
og stafrænna gagnagrunna á rannsóknir og starfsumhverfi sagnfræðinga.
Guðmundur Hálfdanarson, Óðinn Melsted og Íris Ellenberger rita fróðlega
pistla um ólíkar hliðar þessa efnis.
Þrjár ritrýndar greinar eru í heftinu. Skafti Ingimarsson skrifar um
„Hvíta stríðið“, eða Drengsmálið, árið 1921 á grundvelli áður óþekktra
heimilda af danska Ríkisskjalasafninu sem sýna að dönsk stjórnvöld voru
reiðubúin að grípa til hernaðaraðgerða gegn uppreisnaröflum í Reykjavík
ef íslensk stjórnvöld óskuðu eftir því. Haukur Ingvarsson fjallar um starf -
semi stríðsupplýsingaskrifstofu Bandaríkjanna á Íslandi í síðari heimsstyrj-
öld. Hann beinir sjónum sínum meðal annars að merkilegum manni sem
þar starfaði, Vestur-Íslendingnum Hjörvarði Harvard Arnason, sem taldi
listina þá sterkustu brú sem hægt væri að byggja milli menn ingar heima.
Seinni heimsstyrjöldin er einnig viðfangsefni Agnesar Jónasdóttur en frá allt
öðru sjónarhorni: Hún skrifar um ástandsmálin svokölluðu í ljósi laga og
hugmynda um barnavernd en margar þeirra kvenna sem yfirvöld höfðu
afskipti af vegna samskipta þeirra við erlenda hermenn í stríðinu voru í
raun stúlkur undir lögaldri.
Þátturinn „Úr skjalaskápnum“ kemur frá Kvennasögusafni Íslands. Þar
hefur Ragnhildur Hólmgeirsdóttir verið að flokka einkaskjalasafn Elínar
Briem, kvennaskólakennara og -skólastjóra og höfundar hinnar þekktu
heimilishandbókar Kvennafræðarans. Ragnhildur skrifar um varðveislu og
innihald safnsins, þar á meðal skjöl sem varpa athyglisverðu ljósi á húsa-
teikningar Elínar frá öndverðri tuttugustu öld.
Gunnar Karlsson, prófessor emeritus í sagnfræði við Háskóla Íslands,
lést haustið 2019 áttræður að aldri. Sverrir Jakobsson minnist þessa afkasta-
mikla fræðimanns, „þúsundþjalasmiðsins“ í íslenskri sagnfræði, og ræðir
fjölbreyttan feril hans og áhrif á sviði sagnfræðirannsókna, sagnaritunar og
sögukennslu.
Í heftinu eru birtir tíu ritdómar um ný sagnfræðiverk, þar á meðal stór-
virkið Prestaköll, sóknir og prófastsdæmi á Íslandi eftir Björk Ingimundardóttur
Saga vor 2020.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 22.4.2020 14:44 Page 5