Saga


Saga - 2020, Page 152

Saga - 2020, Page 152
að skila verkum bæði hratt og vel eins og margir samstarfsmenn hans hafa kynnst. Stöðu sinnar vegna var Gunnar iðulega beðinn um styttri yfir- litsgreinar um Íslandssögu, meðal annars á erlendum vettvangi. Hann skrifaði yfirlitsgrein um sögu Íslands í Britannicu 1990 og í sænskt rit um Ísland (Island: Mer än sagor) sem birtist sama ár. Hann fjallaði um upphaf íslenskrar þjóðernisstefnu á margvíslegum vett- vangi og svo birtist eftir hann grein um Íslendingasögur í rússnesku riti um barnabókmenntir 1996. Allt þetta varð aðdragandi að stærra verki, Iceland’s 1100 years, sem kom út í London 2000 og var síðar endurútgefið meðal annars undir heitinu The History of Iceland. Hér var bætt úr frekar brýnni þörf fyrir yfirlitsrit um Íslandssögu á ensku en fá rit voru til um það efni og ekkert þeirra samið af sagn - fræð ingi sem var jafn virkur í rannsóknum og Gunnar. Rit Gunnars reyndist vel, ekki síst vegna þess að þar eru ýmis grunnhugtök Íslandssögunnar þýdd á ensku og fræðileg umræða um Íslandssögu kynnt á því tungumáli. Var þessari bók almennt frekar vel tekið fyrir víða yfirsýn og þægilegan framsetningarmáta og ný útgáfa hennar kom út í pappírskilju í mars 2020. Á svipuðum tíma kom út stutt rit eftir Gunnar á vegum Máls og menningar sem nefndist Íslandssaga í stuttu máli og var einungis 72 blaðsíður. Það rit var fljótlega þýtt á ensku undir nafninu A Brief History of Iceland og hafa einnig birst útgáfur á frönsku, þýsku, spænsku, sænsku og japönsku. Hafa þær útgáfur verið í stöðugri sölu síðan þá, bæði fyrir ferðamenn á Íslandi og erlendis. Í svipuð - um anda er The Settlement of Iceland (2019), endursögn á rækilegri rannsóknum Gunnars á landnámi Íslands sem höfðu áður birst í Handbók í íslenskri miðaldasögu. Að því leyti má segja að túlkun Gunnars Karlssonar á Íslandssögunni hafi breiðst út víða um heim í þessum styttri útgáfum. Gunnar náði því að sinna því markmiði sem hann taldi mikilvægast, „að opna farveg frá rannsóknum til þjóðarinnar“ og raunar til mun fleiri þjóða en Íslendinga einna.25 Hér hefur einungis verið getið um bækur en miðlun sögunnar er auðvitað með ýmsum hætti og þar hafði Gunnar töluverð áhrif sem helsti höfundar nýrrar grunnsýningar Þjóðminjasafnsins sem opn - aði árið 2004 og nefnist Þjóð verður til. Er sú sýning enn í megin- atriðum byggð á þeim áherslum sem mótaðar voru við enduropnun safnsins 2004. sverrir jakobsson150 25 Gunnar Karlsson, „Saga af sagnfræðingi sem vildi gera gagn“, bls. 234. Saga vor 2020.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 22.4.2020 14:44 Page 150
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.