Saga - 2020, Blaðsíða 13
víddarteikningum og breyting úr tvívídd í þrívídd verður með hverri
mynd9 en í teikningunni af Njálsbrennu verður þrívíddin fyrst afger-
andi. Með þrívíddinni réttast hlutföll líkama persónanna og þær verða
líflegri og afslappaðri en eiga enn langt í land með að samsvara sér.
Ritföngin sem Guðlaugur notar eru blýantur, blekpenni, vatns -
litir og einhvers konar litpennar. Grunnur allra mynda, svo sem út -
línur persóna og húsa, er gerður með blýanti. Þegar myndirnar hafa
verið litaðar með vatnslitum fer Guðlaugur yfir útlínur augna með
blekpenna og það gerir hann á stöku stað við aðrar útlínur. Blár,
fjólublár, appelsínugulur, rauðleitur og svartgrár blýantslitur eru
fyrirferðarmestu litirnir í myndunum en síðastnefnda litinn notar
Guðlaugur í hár allra persónanna. Þegar Guðlaugur fer að temja sér
að blanda saman litum uppgötvar hann brúnan lit sem hann notar
til að dekkja hár og skegg sem enn er þó að mestu leyti blýantslitað.
Að undanskildum rauðum roða í kinnum eru andlit allra persóna
sviplaus og keimlík á þeim öllum.
Áður en Guðlaugur teiknar myndirnar afmarkar hann með
ramma svæðið sem hann telur að þær muni þurfa. Innan rammans
eiga myndirnar, sem þekja ýmist heila, hálfa eða þriðjung af síðu, að
rúmast.10 Rammarnir gera það að verkum að útgáfa Guðlaugs á
sögunum minnir að einhverju leyti á nútímamyndasögur þar sem
myndir og texti vinna saman að því að miðla merkingu frásagnar-
innar. Lesandinn les jafnóðum í tvö táknkerfi, mynd og texta, sem
saman mynda merkinguna.
Myndasögum hefur verið skipt í flokka eftir því hvort táknkerfið
vegur meira í merkingarsköpuninni, allt frá því að orðin gefi upp
allar nauðsynlegar upplýsingar til þess að orð og mynd sameinast í
myndrænni framsetningu.11 Við fyrstu sýn virðast myndir Guð -
laugs eingöngu lýsa því sem textinn segir en þegar betur er að gáð
kemur í ljós að nokkrar myndir segja meira en textinn eða bæta við
einhverjum upplýsingum.12 Sem dæmi mætti nefna myndir sem
í búningi samtíðar sinnar 11
9 Fyrsta myndin sem sýnir fjarvídd er í 45. kafla af Skildi, Helga, Grími, Skarp -
héðni og Sigmundi.
10 Nokkrar undantekningar eru þó frá þessari reglu, til að mynda þegar spjóts -
oddar, fætur og nöfn falla utan rammans.
11 Sjá Scott McCloud, Making Comics. Storytelling Secrets of Comics, Manga and
Graphic Novels (New york: Harper 2006), bls. 130.
12 Ég fjalla nánar um myndir Guðlaugs og samspil mynda og texta í handriti
bræðranna í: Þorsteinn Árnason Surmeli, „Creating in color. Illustrations of
Saga vor 2020.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 22.4.2020 14:44 Page 11