Saga - 2020, Blaðsíða 36
kerfum.2 Árið 2001 voru laun háskólakennara fyrst árangurstengd
og greiddir út bónusar á ársgrundvelli fyrir mikla rannsóknar -
virkni.3 Samkvæmt Arnari Pálssyni voru þessar greiðslur leið til að
leysa kjaradeilu ríkisins og háskólakennara. Í stað almennrar launa-
hækkunar fengu akademískir starfsmenn ritlaun eftir sérstöku kerfi
sem sagði til um hversu háar fjárhæðir fræðimaður fengi fyrir að
gefa út fræðigreinar eða bækur, halda fyrirlestra og flestallt rann-
sóknartengt sem akademískir starfsmenn gera í vinnunni.4
Kerfið hefur tekið talsverðum breytingum síðan 2001 en í dag er
birting greina í fræðitímaritum ein árangursríkasta leiðin til að verða
sér úti um aukagreiðslur. En þá skiptir máli að birta í „réttum“ tíma-
ritum, þ.e. þeim sem hafa hvað hæstan „áhrifastuðul“ (e. impact fac-
tor) samkvæmt alþjóðlegum tímaritagrunnum á borð við Scopus og
ISI — Web of Science. Þessi staðall var kynntur til sögunnar árið
1975 og hafði upprunalega þann tilgang að aðstoða bókasafnsstarfs-
fólk við að ákveða hvaða tímaritum væri vænlegast fyrir safnið að
gerast áskrifandi að.5 Í dag er hann einn af mikilvægustu stjórntækj-
unum í háskólastarfi um heim allan.
Saman hafa þessi fyrirbæri, matskerfi háskóla og áhrifastuðull
tímarita, mikil áhrif á dreifingu fjármuna, valda og virðingar innan
háskóla. Fræðimenn safna rannsóknarstigum, að miklu leyti með
birtingum í tímaritum, sem stjórna því hverjir eru ráðnir, fá fram-
gang, hljóta styrki eða komast í rannsóknarleyfi. Margir akadem -
ískir starfsmenn hafa því gengið nokkuð möglunarlaust inn á skil-
yrði kerfisins en það hefur þó frá upphafi sætt töluverðri gagnrýni.
Þess varð til dæmis snemma vart að helstu útgefendur fræðilegra
tímarita væru að sameinast á hendur örfárra risasamsteypa sem
álitamál34
2 Finnborg Salóme Steinþórsdóttir, Thamar Melanie Heijstra og Þorgerður Jennýjar -
dóttir Einarsdóttir, „The making of the „excellent“ university: A drawback for
gender equality“, Ephemera 17:3 (2017), bls. 557–582, einkum bls. 564.
3 Lbs.–Hbs. (Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn) Rebekka Silvía Ragnars -
dóttir, Árangursstjórnun í háskólum á Íslandi. Hvernig nýtist aðferðafræði
árangursstjórnunar í opinberu háskólunum? MPA-ritgerð í opinberri stjórnsýslu
við Háskóla Íslands 2019, https://skemman.is/handle/1946/34397, bls. 40–41.
4 Vef. Arnar Pálsson, „The University of Iceland individual evaluation system“, The
laboratory of A. Palsson and associates 2. nóv. 2016, https://uni.hi.is/apalsson/2016/
11/09/the-university-of-iceland-individual-evaluation-system/, 10. feb. 2020.
5 Stella M. Nkomo, „The Seductive Power of Academic Journal Rankings. Chal -
lenges of Searching for the Otherwise“, Academy of Management, Learning &
Education 8:1 (2009), bls. 106–112, einkum bls. 107.
Saga vor 2020.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 22.4.2020 14:44 Page 34