Saga - 2020, Blaðsíða 177
fyrir (bls. 150–152). Hann lét af prestsskap árið 1900 en sat áfram í sýslu -
nefnd og skipti sér næstu árin af landsmálum, meðal annars í símamálinu
sumarið 1905. Hann lést 10. mars 1922 og Sigríður 19. júní sama ár (bls. 309).
Kaflaskipan í bókinni tekur mið af búsetu þeirra hjóna og er mestu rými
vitaskuld varið í Ólafsvelli og Mosfell. Í læsilegri frásögn blandar séra Þórir
saman heimildum af ólíkum toga en heldur þeim ávallt aðgreindum þannig
að lesandi á þess kost að leggja eigið mat á gildi upplýsinga. Þar sem síðari
sagnir eru nýttar er fyllstu hófsemi gætt og jafnframt passað upp á það að
ólíkar lýsingar sömu atburða njóti sín, svo sem þegar ræddar eru deilur séra
Stefáns við stórbóndann Jón Jónsson í Skeiðháholti (bls. 97–99). Nokkuð ljóst
er að stundum sýnist höfundi lítið mark á textum takandi en segir það þó
hvergi fullum fetum. Söguhetjunni er hvergi hlíft og má jafnvel segja að of
mikið sé gert úr vínhneigð hans sem greinilega var nokkur en virðist ekki
hafa spillt verulega fyrir honum eða fjölskyldunni.
Opinber gögn eru þó uppistaðan í þessari bók og þau nýtt á hugvitsam-
legan hátt, svo sem um tekjur presta og búskaparbrölt, en séra Stefán var
búmaður góður og hafði gaman af húsbyggingum auk þess sem hann var
frumkvöðull að skurðgreftri og svínarækt (bls. 126–131). Nokkuð er reyndar
um mjög langar beinar tilvitnanir og á köflum líkt og þær hrúgist upp án
ýkja mikillar úrvinnslu. Dæmi um það er fjöldi staðar- og tekjuúttekta (bls.
87, 137–138, 194–196) en jafnframt stórmerkileg bréf séra Stefáns varðandi
undanþágur vegna ferminga frá árunum 1864–1865 (bls. 89–92) og um
harmræn málefni sóknarbarna á Skeiðum fáum árum síðar (bls. 139–142).
Hér fyrrum hét þetta „að láta heimildirnar tala“ en betur hefði farið á því að
moða úr þessum textum í meginmáli en setja þá sem slíka í viðauka, þar
sem nú eru eitt bréf sýslumanns frá 1888 og tvær blaðagreinar séra Stefáns
um búnaðarfélög frá 1894 og 1896 (bls. 316–325). Eins hefðu ísmeygilegar og
næstum því ískyggilegar greinar hans um vesturferðir árið 1900 mátt fylgja
í heilu lagi og viðbrögð við þeim því þar sést vel hvernig umræða fór fram
í grasrótinni (bls. 230–241). Séra Stefán eiginlega svívirðir viðmælendur sína
og sé annar þeirra „flasfenginn, stöðvunarlaus spjátrungur, besta efni í vafs-
ara“ en hinn hlægilegur og fari með hrapalegar meinlokur, mótsagnir og
fúkyrði (bls. 233, 236–237). Hann var kærður fyrir meinyrði en slapp við
dóm með því að biðjast afsökunar opinberlega, þó aðeins að hluta til.
Margt er nýtt í þessari bók og allt raunar nýtilegt fyrir þá sem hafa
áhuga á hversdagsleika og lífsbaráttu fólks á nítjándu öld en líka þjóð mál -
um — því vissulega var séra Stefán Stephensen af firnagóðum ættum en
hann deildi alla tíð kjörum með sóknarbörnum sínum sem leiðtogi og þjónn
eins og nú er sagt. Hægt væri að skrifa fjöldann allan af bókum um fólk af
hans tagi — konur ekki síður en karla — og verður vonandi eitthvað um
það á allra næstu árum.
Már Jónsson
ritdómar 175
Saga vor 2020.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 22.4.2020 14:44 Page 175