Saga - 2020, Blaðsíða 66
rótgrónum embættis- eða kaupmannafjölskyldum og áttu það sam-
eiginlegt að hafa ímugust á Ólafi og andúð á kommúnisma.81 Bøg -
gild sendiherra hafði vaxandi áhyggjur af þróun mála. 22. nóvember
sendi hann Niels Neergaard, danska forsætisráðherranum, skýrslu
vegna málsins og ítrekaði þá skoðun sína að ekki væri um bylting-
artilraun að ræða. Síðan segir í skýrslunni:
Í stuttu máli virðast aðstæður vera þannig að ríkisstjórnin hafi við
meðferð málsins ekki beitt nauðsynlegri lipurð og hafi að ástæðulausu
ögrað hinum út af fyrir sig friðsama, en þó afar ofstækisfulla ritstjóra
kommúnista og fylgjendum hans, og að lögreglan — eftir að ríkisstjórn-
in hafði tekið af skarið — hafi ekki reynst hinu afar auðvelda starfi sínu
vaxin. … Þegar öllu er á botninn hvolft er hér um dæmigert smábæjar-
mál að ræða, þar sem góðhjartaða lögreglumenn hefur skort myndug-
leika og háttvísi til að framfylgja þeirri ákvörðun — heppilegri eða
óheppilegri eftir atvikum — sem ábyrg yfirvöld höfðu tekið. … Því
með varðveislu á góðu samkomulagi okkar við íbúana hér er, að
minnsta kosti að mínu mati, mikils að vænta, svo að hvorki bar brýna
nauðsyn til að krefjast né veita nokkra aðstoð frá danska varðskipinu,
sem hér liggur við festar, í því skyni að halda uppi lögum og reglu.82
Engum sögum fer af viðbrögðum forsætisráðherrans við skýrslu
sendiherrans. Spennan hélt hins vegar áfram að stigmagnast í Reykja -
vík og eitthvað hlaut undan að láta. Að kvöldi 22. nóvember kom
stjórn Alþýðusambandsins saman vegna drengsmálsins. Á fundin-
um skarst í odda milli forystumanna Alþýðuflokksins annars vegar
skafti ingimarsson64
81 „Atlagan að Ólafi Friðrikssyni“, Alþýðublaðið 24. nóvember 1921, bls. 2; Snorri
G. Bergsson, Roðinn í austri, bls. 337–338.
82 „Kortelig udtrykt, synes Forholdet at være det, at Regeringen ikke har be -
handlet Sagen með den fornödne Smidighed og uden væsentlig Grund har
udæsked den i og for sig meget fredsommelige, men stærkt fanatiske komm-
unistiske Redaktör og hans Tilhængere, og at Politiet — da Regeringen havde
taget sit Standpunkt — ikke har vist sig sin — meget lette — Opgave voxen.
… De hele er en typisk lille Smaastadsaffære, hvor et godhjertet Politi har sav-
net Myndighed og Konduite til paa en usaarende Maade at gennemföre den
— mere eller mindre heldige — Beslutning, de ansvarshavende havde taget.
… For Bevarelsen af vort gode Forhold til Befolkningen her er det ihvertfald
— efter mit Skön — meget at haabe, at der hverken maatte blive Nöd vendig -
hed for at forlange eller for at yde nogen Assisstance til Ordenens Opret -
holdelse fra det herværende danske Inspektionsskibs Side.“ RA. Udenrigs -
minis teriet. J. E. Bøggild til Hr. Statsminister og Finansminister Niels Neer -
gaard 22. nóvember 1921.
Saga vor 2020.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 22.4.2020 14:44 Page 64