Saga - 2020, Blaðsíða 30
við það að dreifa rituðu máli á stafrænan hátt því að slík dreifing er
bæði auðveld og ódýr. Stafræn útgáfa opnar líka óteljandi mögu -
leika á að blanda saman rituðu máli og myndmáli um leið og hún
býður upp á óendanlega margar leiðir til að leita að ákveðnum orð -
um eða hugtökum í stórum textasöfnum, nú eða að vinna með
flókn ar tölfræðilegar upplýsingar í gagnasöfnum.2
Áhugaverðasta framlag stafrænu byltingarinnar er þó kannski
það að með henni kann draumsýn enska rithöfundarins H. G. Wells
um hina „varanlegu alheimsalfræðibók“ (e. permanent world encyclo-
paedia) loks að verða að veruleika. Alfræðibækur fortíðarinnar „voru
skrifaðar af ‚heldrimönnum fyrir heldrimenn‘,“ skrifaði Wells árið
1937, „í heimi þar sem engum hafði dottið í hug að innleiða almenna
menntun og stofnanir lýðræðis með almennum kosningarétti, …
sem er svo erfitt og hættulegt að starfrækja, höfðu enn ekki komið
fram á sjónarsviðið.“3 Tilefni orða Wells var útkoma fyrsta bindis
nýrrar franskrar alfræðiorðabókar í ritstjórn sagnfræðingsins Luciens
Febvre og lögfræðingsins Anatoles de Monzie4 en margir sáu útgáf-
una sem nútímalegt framhald af alfræði upplýsingarinnar sem heim-
spekingarnir Denis Diderot og Jean-Baptiste le Rond d’Alem bert
ritstýrðu á árunum 1751–1772. Það sem vakti bjartsýni Wells var ný
tækni sem ruddi sér til rúms í Ameríku á árunum fyrir síðari heims-
styrjöld, örfilman. Með henni, skrifar Wells, er hægt að rannsaka
flókin skjöl og fágæt rit með því að varpa myndum af þeim á vegg:
„Nú er því engin raunveruleg hindrun í vegi þess að búa til skilvirka
skrá yfir alla mannlega þekkingu, hugmyndir og afrek,“ skrifaði
hann, „það er að segja til að búa til fullkomið jarðarminni fyrir allt
mannkyn [e. a complete planetary memory for all mankind].“5 Textar á
stafrænu formi taka örfilmum auðvitað langt fram því að með net-
tengingu er hægt að nálgast þá, hvort sem þeir hafa upphaflega verið
prentað mál, handrit, skjöl eða myndefni, hvaðanæva úr heiminum,
hvar sem er og hvenær sólarhringsins sem lesandanum hugnast það.
Hammond víkkar út hugmynd Wells um alfræðina og bendir á
að nú sé tæknilega mögulegt að sameina öll öflugustu rannsóknar-
álitamál28
2 Sama rit, bls. 41–42.
3 H. G. Wells, „Contribution to the new Encyclopédie Française, August, 1937“,
World Brain (Garden City: Doubleday, Dorian & Co 1938), bls. 83.
4 Fyrsta bindið, L’Outillage mental. Pensée, langage, mathématique, kom út í París
árið 1937.
5 Wells, „Contribution to the new Encyclopédie Française“, bls. 86.
Saga vor 2020.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 22.4.2020 14:44 Page 28