Saga - 2020, Blaðsíða 73
liðarnir svonefndu væru hópur ábyrgðarlausra ribbalda sem farið
hefðu æðandi um göturnar, otað byssum að saklausu fólki, ráðist
inn í hús víðs vegar um bæinn og leitað að mönnum fyrir það eitt að
hafa aðra skoðun en þeir á stjórnmálum. Nú væri svo komið að
þessi óaldalýður stjórnaði landinu. Við slíkt yrði ekki unað. Annað -
hvort leysti stjórnin hvítliðasveitina upp eða alþýðufólk í bænum
stofnaði eigið lið til að verja sig og sína nánustu.101
Næstu daga dró ríkisstjórnin markvisst úr spennunni í bænum.
Þann 25. nóvember tilkynnti Jóhann skipherra að aðstoðarlið lög-
reglunnar hefði verið leyst upp.102 Á sama tíma voru fangarnir
látnir lausir einn af öðrum en Ólafur og Hendrik sátu áfram í stein-
inum í um vikutíma. Þegar friður var aftur kominn á byrjuðu bæjar -
búar að velta fyrir sér hvaða áhrif drengsmálið kynni að hafa á þró-
un stjórnmála í landinu. Íhaldsmenn sögðu að málið sýndi að
Alþýðu flokkurinn væri klofinn og að flokkurinn yrði að ákveða
hvort hann ætlaði að starfa á grundvelli gildandi laga eða ekki.103
Alþýðu flokks menn töldu aftur á móti að atburðirnir sýndu að skipt-
ingin í bænum á milli auðvaldsins og alþýðunnar væri orðin skýrari
en áður.104 Einn þeirra sem velti þessu líka fyrir sér var danski
sendiherrann. Í síðasta skeyti sínu til danska forsætisráðherrans
vegna drengsmálsins komst Bøggild svo að orði um atburðina 23.
nóvember og afleiðingar þeirra:
Allt fór þetta friðsamlega fram og hefði ekki þótt fréttnæmt, nema
vegna hinna harkalegu aðgerða sem ríkisstjórnin greip til umræddan
dag, en þær marka upphaf klofnings í þessu litla samfélagi milli ,,borg-
arastéttarinnar“ annars vegar og jafnaðarmanna hins vegar. Hingað til
hefur stéttaskipting ekki þekkst í þessu litla lýðræðislega samfélagi.
Allir nefna hver annan með fornafni, flestir þúast, enginn er herinn eða
flotinn, stéttarígur er óþekkt fyrirbæri og það er nú fyrst á síðastliðnum
árum að farið er að bera á auðmannastétt. Titlar þekkjast ekki og sér -
hver Íslendingur telur sig jafnréttháan öðrum löndum sínum. Lög og
regla eru í höndum lögreglunnar sem að menntun og myndugleika lík-
ist þeirri er var í dönskum héruðum fyrir 30–40 árum. Í kjölfar þróunar
landsins og höfuðstaðarins á undanförnum árum heyrir ofangreind
„sveinn nokkur kom frá rússíá“ 71
101 „Atlagan að Ólafi Friðrikssyni“, Alþýðublaðið 24. nóvember 1921, bls. 1–2;
„Hervaldsstjórn?“, Alþýðublaðið 24. nóvember 1921, bls. 2; „Hvíta ógnarstjórn-
in“, Alþýðublaðið 24. nóvember 1921, bls. 3.
102 „Tilkynning“, Morgunblaðið 25. nóvember 1921, bls. 1.
103 „Jafnaðarmenn eða bolshevíkar?“, Morgunblaðið 27. nóvember 1921, bls. 2.
104 „Skiptingin skýrist“, Alþýðublaðið 2. desember 1921, bls. 1.
Saga vor 2020.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 22.4.2020 14:44 Page 71