Saga - 2020, Blaðsíða 113
dóm til dæmis börn sem þurfti að fjarlægja af heimilum sínum vegna
ofbeldis eða fangelsisvistar foreldranna. Ungmenna dóms kerfið í
þessum löndum náði þess vegna bæði til barna sem voru vanrækt
og til barna og ungmenna sem mætti kalla vandræðaunglinga. Ung -
mennadómstólar og skilgreiningar á vandræðaunglingum eru því
ekki fyrirbæri sem hægt er að aðskilja frá barnaverndarsjónar mið -
um heldur frekar önnur nálgun á það hvernig eigi að nálgast vanda-
mál sem snúa að ólögráða börnum og ungmennum. Litið var á ung-
mennadómstólana sem mikla félagslega framför vegna þess að þeir
voru hluti af því að aðskilja börn og ungmenni frá hinum fullorðnu
í réttarkerfinu.11 Ungmennadómstólar í Bandaríkjunum tóku oft
fyrir mál sem vörðuðu siðferði ungra kvenna þegar það rímaði ekki
við hugmyndir valdhafa um hvernig ungar konur og stúlkur ættu
að hegða sér. Oft blönduðust þar inn í neikvæð viðhorf til innflytj-
enda, verkalýðsstéttarinnar, fátækra og fólks af öðrum kynþáttum
en hvítum þar sem stúlkur sem tilheyrðu þessum hópum voru
dæmd ar harðar en hvítar stúlkur eða stúlkur af milli- og efristétt
fyrir svipaða hegðun.12
Til þess að skoða íslensku ástandsstúlkuna sem vandræðaung-
ling er nauðsynlegt að fjalla fyrst um bein viðbrögð ríkisins við
ástandinu, aðdraganda þeirra og forsendur.
Aðdragandi að lagasetningu
Hernám Íslands, sem hófst þann 10. maí 1940, hafði mikil áhrif á
samfélagið og fengu konur og ungar stúlkur sérstaklega að finna
fyrir því hvernig væri að vera á milli tannanna á fólki. Nánast sam-
dægurs hófst umræða um ósæmilega hegðun íslenskra kvenna í
samskiptum við breska hernámsliðið og fljótlega var málið orðið að
pólitísku bitbeini. Ríkjandi viðhorf til kvenna, kynlífs og barna-
verndar á áratugunum fyrir stríð litaði viðhorf bæði valdhafa og
almennings til þeirra kvenna og stúlkna sem sáust í félagsskap her-
manna.13 Ríkið brást þó ekki við ástandinu með lagasetningu fyrr
ástandsstúlkan sem vandræðaunglingur 111
11 Abrams og Curran, „Wayward Girls and Virtuous Women“, bls. 52.
12 Pasko, „Damaged Daughters“, bls. 1100.
13 Lbs.–Hbs. (Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn). Agnes Jónasdóttir,
Ástandið. Viðhorf og orðræða í sögulegu og fjölþjóðlegu samhengi. BA-ritgerð
í sagnfræði við Háskóla Íslands 2016, http://hdl.handle.net/1946/24385, bls
7–3 og 24–29. Sjá einnig um viðhorf til kynlífs kvenna: Þorsteinn Vilhjálmsson,
Saga vor 2020.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 22.4.2020 14:44 Page 111