Saga - 2020, Blaðsíða 81
í tónlist, tísku og skemmtanalífi.14 Oft og tíðum var bandarísk dæg-
urmenning talin siðspillandi og varð sú lausung sem ýmsir vildu
meina að fylgdi hernáminu að áberandi umfjöllunarefni í íslenskum
bókmenntum á fimmta og sjötta áratugnum.15 Margt í þeirri um -
ræðu ber keim af rótgrónum fordómum í garð bandarískrar menn-
ingar sem greina má víða í Evrópu allt frá miðri nítjándu öld og
kennd hefur verið við ameríkaniseríngu (e. americanisation).16
„einn bezti grundvöllur fyrir þróun …“ 79
14 Eggert Þór Bernharðsson, „„Eru þeir orðnir vitlausir!“. Djass, dægurlög, Kan -
inn og Völlurinn 1940–1963“, Saga XLV:1 (2007), bls. 15–52; Eggert Þór Bern -
harðsson, Saga Reykjavíkur. Borgin. 1940–1990 II (Reykjavík: Iðunn 1998), bls.
361–368.
15 Daisy L. Neijmann, „„Sem allur þungi heimsstyrjaldar lægi í skauti hennar“.
Ástandskonur í fyrstu íslensku hernámssögunum“, Fléttur III. Jafnrétti, menn -
ing, samfélag. Ritstj. Annadís G. Rúdólfsdóttir o.fl. (Reykjavík: Háskóla útgáfan
2014), bls. 196–213; Daisy Neijmann, „Hringsól um dulinn kjarna. Minni og
gleymska í þríleik Ólafs Jóhanns Sigurðssonar“, Ritið 12:1 (2012), bls. 115–139;
Hafdís Erla Hafsteinsdóttir, „„Hún var með eldrauðar neglur og varir, en að
öðru leyti ekkert athugaverð í útliti“. Skjalasafn Ungmennaeftirlitsins og
ímynd ástandsstúlkunnar“, Saga LV:2 (2017), bls. 53–86; Bára Baldursdóttir,
„Kynlegt stríð. Íslenskar konur í orðræðu síðari heimsstyrjaldar“, 2. Íslenska
söguþingið 30. maí–1. júní 2002. Ráðstefnurit I. Ritstj. Erla Hulda Halldórsdóttir
(Reykjavík: Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands o.fl. 2002), bls. 64–74; Kristín
Svava Tómasdóttir, Stund klámsins. Klám á Íslandi á tímum kynlífsbyltingarinnar
(Reykjavík: Sögufélag 2018), bls. 105–107.
16 Mel van Elteren, Americanism and Americanization. A Critical History of Domestic
and Global Influence (Jefferson, North Carolina og London: McFarland &
Company, Inc., Publishers 2006), bls. 15. Samfara Vesturferðunum hófst tals -
verð umræða um Ameríku og amerísk áhrif á Íslandi. Elsta dæmið um „amer-
ikanísera“ eða skyld orð í ritmálsskrá Orðabókar Háskóla Íslands er frá árinu
1893, úr grein ritstjórans og alþingismannsins Skúla Thoroddsen. Sjá: Skúli
Thoroddsen, „Ameriku-ferðirnar“, Þjóðviljinn ungi 21. feb. 1893, bls. 1–2, hér
bls. 1. Í upphafi aldarinnar komu út nokkur skáldverk í íslenskum þýðingum
sem talin eru lykilverk þegar orðræða ameríkaníseringarinnar er annars vegar
í Evrópu. Flest þeirra höfðu upphaflega komið út um það bil 50 árum fyrr. Má
í þessu sambandi nefna stytta útgáfu á Uncle Tom’s Cabin eftir Harriet Beecher
Stowe sem kom út á íslensku undir heitinu Kofi Tómasar frænda (Reykjavík
1901) í þýðingu Guðrúnar Lárusdóttur og Kapitola eða Upp koma svik um síðir
(Winnipeg 1896, Reykjavík 1905) eftir E.D.E.N. Southworth í þýðingu Eggerts
Jóhannssonar. Umræða um Ameríku og amerísk áhrif fer líka fram í skáldverk-
um frumsömdum á íslensku í byrjun síðustu aldar. Sjá: Haukur Ingvars son,
„Mark 20. aldarinnar á Barni náttúrunnar“, Tímarit Máls og menningar 80:3
(2019), bls. 82–96, hér bls. 86–88.
Saga vor 2020.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 22.4.2020 14:44 Page 79