Saga - 2020, Blaðsíða 80
Um vorið tóku Bretar að þrýsta á Bandaríkjamenn um að þeir
leystu þá af hólmi á Íslandi og 27. maí kom loks að því að Roosevelt
ávarpaði þjóð sína og bjó hana undir þátttöku í stríðinu. Hann lét
meðal annars í ljósi áhyggjur af því að Grænland og Ísland gætu
myndað stökkpall fyrir innrás Þjóðverja í norðurhluta Bandaríkj -
anna.8 Eftir talsverðan undirbúning sem farið hafði fram með leynd
náðu bandarísk og íslensk stjórnvöld samningum um að Banda ríkja -
menn tækju yfir hervernd landsins og steig bandarískt herlið á Ís -
lands strendur 7. júlí.9 Sama dag upplýsti Roosevelt bandarísku
þjóð ina og þingið um stöðu mála. Sagnfræðingurinn Michael Thomas
Corgan heldur því fram að þessi aðgerð marki umskipti í utanríkis-
stefnu Bandaríkjanna því þarna hafi stjórnvöld í fyrsta sinn sent her-
afla til þess að styðja Evrópuríki meðan bandaríska þjóðin átti ekki
í stríði.10 Þór Whitehead hefur tekið enn sterkar til orða en hann full-
yrðir að herverndarsamningur ríkisstjórnar Íslands og Bandaríkja -
manna sé „mikilvægasta framlag íslenskra stjórnvalda til heims-
stjórnarmála á stríðsárunum og þar með gjörvallri 20. öld, vegna
þess að samningurinn opnaði Bandaríkjaforseta greiða leið inn í orr-
ustuna um Atlantshaf“.11
Bretar höfðu mest um 25 þúsund hermenn hér á landi. Sá fjöldi
var ekki talinn nægur til að tryggja öryggi landsins. Árið 1942–1943
varð fjöldi bandarískra hermanna mestur, um 50 þúsund og nokkur
fjöldi breskra hermanna að auki.12 Íslendingar voru einungis um 120
þúsund og vitanlega fóru fram ýmiss konar óformleg samskipti
milli íslenskra borgara og bandarískra hermanna.13 Höfðu þau
marg vísleg áhrif á íslenska menningu sem komu meðal annars fram
haukur ingvarsson78
8 Michael Thomas Corgan, „Aðdragandinn vestanhafs að hervernd Bandaríkja -
manna á Íslandi 1941“, bls. 139.
9 Þór Whitehead, „Hlutleysi Íslands á hverfanda hveli 1918–1945“, bls. 43.
10 Michael Thomas Corgan, „Aðdragandinn vestanhafs að hervernd Bandaríkja -
manna á Íslandi 1941“, bls. 145.
11 Þór Whitehead, „Hlutleysi Íslands á hverfanda hveli 1918–1945“, bls. 43. Eftir
Þór Whitehead liggja miklar rannsóknir á seinni heimsstyrjöldinni, einkum á
áhuga Þjóðverja á Íslandi og hernámi Breta á Íslandi. Sjá: Þór Whitehead,
Bretarnir koma (Reykjavík: Vaka-Helgafell 1999); Þór Whitehead, Íslandsævin -
týri Himmlers 1935–1937 (Reykjavík: Vaka-Helgafell 1998); Þór Whitehead, Milli
vonar og ótta (Reykjavík: Vaka-Helgafell 1995).
12 Valur Ingimundarson, Í eldlínu kalda stríðsins, bls. 22.
13 Helgi Skúli Kjartansson, Ísland á 20. öld (Reykjavík: Sögufélag 2002), bls. 220.
Saga vor 2020.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 22.4.2020 14:44 Page 78