Saga - 2020, Blaðsíða 49
landið fékk fullveldi árið 1918. Hugtakið stéttastjórnmál hefur verið
skilgreint sem samhentar aðgerðir einstaklinga er hafa sameiginlega
efnahagslega hagsmuni. Vitundin um sameiginlega hagsmuni knýr
þá til að styðja aðgerðir, svo sem kröfur um endurdreifingu tekna,
eigna og pólitísks valds, sem aftur auka velferð stéttar þeirra.8 Birt -
ingarmyndir stéttastjórnmála geta verið margs konar, til dæmis
stjórnmálaflokkar sem byggja á slíkri hugmyndafræði, starfsemi
stéttafélaga og átök á vinnumarkaði.9 Á Íslandi markaði stofnun
Alþýðuflokksins árið 1916 tímamót í þessu samhengi en flokkurinn
var stofnaður utan þings og myndaður um hagsmuni tiltekinnar
stéttar, það er verkafólks, sem jafnframt var flokkuð sem „alþýða“
landsins. Þar með voru hugmyndir um framtíðarskipan þjóðfélags-
ins í raun gerðar að grundvelli stjórnmálaátaka hér á landi þó að
skilgreining „alþýðu“ hafi verið nokkuð á reiki framan af.10 Tak -
mörk uð samstaða var líka um stefnu flokksins. Nokkru eftir októ-
berbyltinguna í Rússlandi árið 1917 hófust deilur innan hans um
aðferðir í stjórnmálabaráttunni. Annars vegar voru lýðræðissinnaðir
jafnaðarmenn en þeir höfnuðu valdbeitingu í verkalýðsbaráttunni
og vildu starfa í anda jafnaðarmannaflokka á Norðurlöndum og í
Vestur-Evrópu. Hins vegar voru róttæklingar sem vildu fylgja for-
dæmi byltingarmanna í Rússlandi. Ágreiningurinn reyndist óyfir-
stíganlegur og lauk með því að Alþýðuflokkurinn klofnaði þegar
Kommúnistaflokkur Íslands var stofnaður árið 1930.11
„sveinn nokkur kom frá rússíá“ 47
National Perspectives. Ritstj. Seymore M. Lipset og Stein Rokkan (New york:
Free Press 1967), bls. 1–64. Kenning Lipsets og Rokkan, sem er þekktasta kenn-
ing félagsvísindanna um þetta efni, er á þá leið að evrópsku flokkakerfin hafi
endurspeglað samfélagslega klofningsþætti þegar kosningaréttur varð al -
menn ur á fyrstu áratugum tuttugustu aldar, þar með talið stéttaklofning milli
fjármagnseigenda og verkamanna. Flokkakerfin hafi síðan staðnað og haldist
nær óbreytt fram eftir öldinni þrátt fyrir miklar þjóðfélagsbreytingar.
8 Michael Hechter, „From Class to Culture“, American Journal of Sociology 110:2
(2004), bls. 402. Sjá einnig Giovanni Sartori, „From the Sociology of Politics to
Political Sociology“, Politics and the Social Sciences. Ritstj. Seymour M. Lipset
(London: Oxford University Press 1969), bls. 65–100.
9 Guðmundur Ævar Oddsson, „Stéttagreining og íslenskar stéttarannsóknir“,
Íslenska þjóðfélagið 10:3 (2019), bls. 79.
10 Ragnheiður Kristjánsdóttir, Nýtt fólk. Þjóðerni og íslensk verkalýðsstjórnmál 1901–
1944 (Reykjavík: Háskólaútgáfan 2008), bls. 61–63, 68.
11 Skafti Ingimarsson, Íslenskir kommúnistar og sósíalistar. Flokksstarf, félagsgerð og
stjórnmálabarátta 1918–1968. Doktorsritgerð í sagnfræði við Háskóla Íslands,
2018, bls. 23–67.
Saga vor 2020.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 22.4.2020 14:44 Page 47