Saga - 2020, Blaðsíða 117
Fjórða og síðasta stigið var að barnaverndarnefnd Reykjavíkur
lét í ljós sína skoðun á málinu en eftir það hófst undirbúningur laga-
setningar fyrir alvöru. Viðhorf barnaverndarnefndar var, og hafði
lengi verið, að lítið væri hægt að gera í uppeldismálum unglinga ef
ekki kæmu til stofnanir eða heimili sem ætlað væri að taka við börn-
um í vanda. Ríki eða sveitarfélög starfræktu ekki slík heimili á Ís -
landi fyrr en eftir að lög um eftirlit með ungmennum höfðu verið
sett en örfá heimili voru starfrækt á vegum einkaaðila.23 Réttilega
hefur verið bent á að meðferð ástandsmálanna lagði grunninn að
verkaskiptingu milli ríkis og bæjar þegar kom að vistun barna utan
heimilis. Börnum sem vista þurfti utan heimilis vegna hegðunar-
vanda (og litið var á sem einhvers konar gerendur) var ráðstafað af
ríkinu en vistun barna vegna slæmra heimilisaðstæðna (þar sem
börnin voru skilgreind sem fórnarlömb) var á ábyrgð bæjarins.24
Símon Jóhann Ágústsson, sálfræðingur og barnaverndarráðu -
nautur, útskýrði sjónarhorn nefndarinnar í blaðagrein haustið 1941.
Almenningur hafði samkvæmt honum töluvert spurst fyrir um starf
nefndarinnar og borið hafði á gagnrýni vegna þess að hún hefði
ekki gert nokkuð í ástandsmálum. Í greininni sagði Símon að and-
varaleysi ríkis og borgar gagnvart tillögum nefndarinnar til úrbóta
í barnaverndarstarfi, til dæmis stofnun hæla og hertu eftirliti með
útivist, væri ástæða þess að ekki hefði verið hægt að grípa til að -
gerða. Nefndin hefði fram að þessu gert sitt besta til að minna lög-
regluna á að framfylgja þeim lögum og reglugerðum sem áttu við
um börn. Bæjarstjórnin neitaði að herða þær reglur um útivist barna
sem þegar voru til staðar til að bregðast við hernáminu og bæri fyrir
sig að þeim væri illa fylgt eftir. Símon taldi að líklega væru ekki jafn-
margar stúlkur á glapstigum í kynferðislegum skilningi og ástands-
nefndin vildi vera láta en benti á að barnaverndarnefndin hefði líka
afskipti og áhyggjur af stúlkum vegna annars, svo sem flækings og
útivistar auk þrjósku við foreldra og yfirboðara.25
ástandsstúlkan sem vandræðaunglingur 115
23 Vef. Róbert R. Spanó o.fl., Skýrsla nefndar samkvæmt lögum nr. 26/2007. Áfanga -
skýrsla nr. 2. Könnun á starfsemi vistheimilisins Silungapolls 1950–1969, vistheim-
ilisins Reykjahlíðar 1956–1972 og heimavistarskólans að Jaðri 1946–1973 (Reykjavík:
Forsætisráðuneytið 2010), bls. 52, https://www.stjornarradid.is/media/forsaetis
raduneyti-media/media/skyrslur/afangaskyrsla2.pdf, 11. des. 2019.
24 Bára Baldursdóttir, „Ástandsskjölin, persónuvernd og sögulegt réttlæti“, bls. 43.
25 Símon Jóh. Ágústsson, „Greinargerð ráðunauts barnaverndarnefndar Reykja -
víkur um „ástandsmálið““, Vísir 8. september 1941, bls. 3.
Saga vor 2020.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 22.4.2020 14:44 Page 115