Saga - 2020, Blaðsíða 103
1946 áður en hún hélt til Parísar.94 Þar stóð hún í tengslum við fyrstu
ráðstefnu UNESCO áður en hún fór til Prag. Á sýningunni voru 79
olíumyndir (49 þeirra fóru til Evrópu) og 39 vatnslitamyndir en höf-
undar þeirra voru margir hverjir þeir sömu og höfðu átt myndir á
sýningunni í Reykjavík, til dæmis Stuart Davis, Edward Hopper og
Marsden Hartley. Sýningarskrárnar kallast líka á, ekki síst hvað
varðar áherslur á að bandarísk list eftir 1930 sé alþjóðleg.95 Fræði -
menn hafa fjallað um Advancing American Art sem nokkurs konar
forsmekk að því sem boðið var upp á þegar hið svokallaða kalda
menningarstríð var skollið á fyrir alvöru á fimmta áratug aldarinnar.
Hugtakið vísar til þess hvernig Sovétmenn og Bandaríkjamenn beittu
áróðri í samkeppni um hugi og hjörtu einstaklinga og þjóða. Boð -
skapn um var miðlað með menningarheimsóknum, tímaritum, kvik-
myndum vináttufélögum og stofnunum svo eitthvað sé nefnt.96
Saman burður á sýningunum leiðir í ljós að Arnason var þegar árið
1944 tekinn að beita svipuðum málflutningi um nútímalist hér á
landi og Bandaríkjamenn tóku síðar upp í Evrópu. Á það sér stak -
lega við um áherslu hans á að Bandaríkin standi vörð um frjálsa
listiðkun.97
Því hefur verið haldið fram að hátt í 100 íslenskir námsmenn hafi
farið til Bandaríkjanna í nám á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar.98
Störf Benedikts Gröndal eru gott dæmi um árangur af slíkum náms-
mannaskiptum en hann átti eftir að komast til æðstu metorða í
íslensku samfélagi og gegndi meðal annars embættum utanríkisráð -
„einn bezti grundvöllur fyrir þróun …“ 101
94 Sjá umfjöllun um Advancing American Art hjá Greg Barnhisel, Cold War
Modernists, bls. 58–59.
95 Sama heimild, bls. 60.
96 Um hugtakið kalda menningarstríðið sjá t.d. Hans Krabbendam og Giles Scott-
Smith, „Introduction: Boundaries to Freedom“, The Cultural Cold War in
Western Europe. Ritstj. Hans Krabbendam og Giles Scott-Smith (London og
New york: Routledge 2003), bls. 1–11. Um kalda menningarstríðið á Íslandi sjá
t.d.: Rósa Magnúsdóttir: „Menningarstríð í uppsiglingu: Stofnun og upphafsár
vináttufélaga Bandaríkjanna og Sovétríkjanna á Íslandi“, Ný saga 12:1 (2000),
bls. 29–40; Haukur Ingvarsson, „„Svo þið ætlið að vera ópólitískir, skilst mér“:
Almenna bókafélagið, Frjáls menning og Congress for Cultural Freedom 1950–
1960“, Saga LIV:2 (2016), bls. 54–89.
97 Hjörvarður Árnason, „AMERÍSK MÁLARALIST“, bls. 20.
98 Harald Runblom, „American Propaganda in Scandinavia during the Second
World War“, bls. 45.
Saga vor 2020.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 22.4.2020 14:44 Page 101