Saga - 2020, Blaðsíða 61
en hitt er ljóst að raunveruleg hætta hafði skapast á því að vopnaðir
danskir sjóliðar yrðu settir á land til aðstoðar íslensku lögreglunni
ef til frekari átaka kæmi í höfuðstaðnum.
Ólga í bænum
Loft var lævi blandið í Reykjavík dagana eftir átök lögreglunnar og
liðsmanna Ólafs í Suðurgötu. Í grófum dráttum skiptust menn í tvær
andstæðar fylkingar. Annars vegar voru þeir sem vörðu aðgerðir yfir-
valda og kröfðust þess að Nathan yrði sendur úr landi. Hins vegar
voru aðrir sem höfðu samúð með Ólafi og málstað hans og töldu að
yfirvöld hefðu farið offari í málinu. Elka Björnsdóttir verkakona
skrifaði í dagbók sína 20. nóvember: „Allur bærinn var í upp námi, all-
ar götur fullar hér í grend bæði af Jafnaðar og Alþýðu flokksmönn um
og öðrum, sem samúð höfðu með drengnum og svo þeim sem fylgja
vildu lögreglunni,“ og bætti við: „Óvíst er hversu þetta lyktar,
Ól[afur] heldur drengnum enn, og samherjar hans eru harðsnúnir
ef þeir koma sér við. Flestir óska að drengur fái að vera.“61
Flokksblöðin í Reykjavík deildu ákaft um slagsmálin í Suður -
götu. Ólafur varði sig og liðsmenn sína í Alþýðublaðinu. Helstu rök
hans í málinu voru þau að aðgerðir stjórnvalda stjórnuðust af per-
sónulegri heift í sinn garð og andúð á kommúnisma en ekki af eðli-
legum læknisfræðilegum sjónarmiðum. Hann ítrekaði að trakóma
væri tregsmitandi sjúkdómur en ekki bráðsmitandi og benti á að
heilbrigðisyfirvöld hefðu ekki séð ástæðu til að setja Nathan í sótt -
kví. Ólafur hélt því líka fram þvert á fullyrðingar augnlækna að á
Íslandi byggi erlendur maður sem hefði læknast af augnsjúkdómn-
um. Þá vandaði hann liðssveitum yfirvalda ekki kveðjurnar, kallaði
þátt töku þeirra í Suðurgötuslagnum fólskuverk og benti á að
skemmdir hefðu verið unnar á heimili sínu. Loks hvatti Ólafur
stuðningsmenn sína að halda málinu til streitu enda stafaði þjóð -
félag inu hætta af því þegar að stjórnvöld færu offari gegn almenn-
ingi. Sjálfur hét hann því að halda málinu fram af festu en forðast
bardaga í lengstu lög.62
„sveinn nokkur kom frá rússíá“ 59
61 Dagbók Elku, bls. 295.
62 Ólafur Friðriksson, „Gærdagurinn“, Alþýðublaðið 19. nóvember 1921, bls. 1–2;
Ólafur Friðriksson, „Trachoma landlæg hér“, Alþýðublaðið 21. nóvember 1921,
bls. 1–2; Ólafur Friðriksson, „Réttlætið sigrar“, Alþýðublaðið 22. nóvember 1921,
bls. 1; „Réttlæti“, Alþýðublaðið 22. nóvember 1921, bls. 2.
Saga vor 2020.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 22.4.2020 14:44 Page 59