Saga - 2020, Blaðsíða 99
inga á bókmenntum og listum.77 Önnur lengri grein með léttu yfir-
bragði en svipuðum efnistökum birtist í tímaritinu The Billboard og
var hún auglýst á forsíðu þess undir fyrirsögninni „A RED, WHITE
& BLUE ICELAND“. Í greininni er farið lofsamlegum orðum um
Íslendinga og menningu þeirra en um leið gert mikið úr þeirri frægð
sem útvarpsútsendingar OWI öfluðu starfsmönnum skrifstofunnar
á Íslandi.78 Greinar sem þessar voru óspart notaðar til að sýna hversu
jákvæðum augum Bandaríkjamenn litu Íslendinga og var greinin
„Cultural Utopia“ til dæmis þýdd og birt í Vísi.79 Einnig mætti
nefna að þegar tímaritið Life fjallaði um Ísland pantaði OWI sérstak-
lega 250 eintök af heftinu til að dreifa hér á landi.80
Umfjöllun um Ísland og íslensk málefni voru þó ekki eingöngu
hugsuð til að ganga í augun á Íslendingum. Í viðtali við New York
Times 17. júní 1944 varpaði Porter McKeever á þetta öðru ljósi en þá
sagði hann meðal annars að framkoma Bandaríkjamanna við Íslend -
inga væri sýnidæmi um það sem aðrar þjóðir alls staðar í heiminum
mættu búast við af bandarísku hernámsliði (e. occupation force).81 Á
Íslandi hafi stefna Bandaríkjanna gagnvart smáum þjóðum verið
sett undir smásjá og sú skoðun sýni jákvæðar niðurstöður fyrir báð -
ar þjóðir. Hann segir enn fremur að Bandaríkin hafi staðið við öll
þau loforð sem þeir gáfu Íslendingum, einni smæstu þjóð heimsins,
með þeim hætti að allir Bandaríkjamenn mættu vera stoltir af.
Umfjöllun OWI um Ísland og íslensk málefni virðist í senn hafa
verið ætluð umheiminum og Íslendingum sjálfum. Ein af þeim
mynd um sem Arnason bregður upp af Íslendingum er bókaþjóðin
sem býr í „[b]ókmenntaðasta“ landinu „í heiminum“.82 Þessi mynd
er nátengd sjálfsmynd margra Íslendinga en það sem vekur athygli
„einn bezti grundvöllur fyrir þróun …“ 97
77 Harvey. H. Arnason, „Cultural Utopia“, Harper’s Magazine 188 (maí 1944), bls.
553. Í skýrslu sem tekin var saman um starfsemi OWI á Íslandi í ársbyrjun 1944
kemur fram að ritstjóri Harper’s Magazine hafi skrifað einnar síðu grein upp úr
handritinu en Arnason og OWI verði skrifaðir fyrir henni. Sjá: NA. RG 208
Outposts: Iceland (From Entry NC-148 6-J). Box 2. Skýrsla Agnes R. Allen:
Iceland / January 15 – February 15 / 1944, 12. febrúar 1944.
78 „A Red, White and Blue Iceland. OWI Outpost Sells US To & For Freedom“,
The Billboard 56:18 (1944), bls. 5, 10 og 31.
79 „Hjörvarður Árnason um Ísland“, Vísir 21. júní 1944, bls. 2.
80 NA. RG 208 Outposts: Iceland (From Entry NC-148 6-J). Box 2. Skýrsla Agnes
R. Allen: Iceland / December 15 – January 15 / 1944, 12. janúar 1944.
81 „Iceland Chooses First President“, The New York Times 18. júní 1944.
82 „Hjörvarður Árnason um Ísland“, Vísir 21. júní 1944, bls. 2.
Saga vor 2020.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 22.4.2020 14:44 Page 97