Saga - 2020, Blaðsíða 59
brot á sambandslagasamningnum frá 1918. Samkvæmt samningnum
var Ísland fullvalda ríki í konungssambandi við Danmörku. Danir
fóru áfram með utanríkismál í umboði Íslendinga og sáu um gæslu
landhelginnar til að byrja með en íslensk stjórnvöld fóru með innan -
ríkismál, þar með talið löggæslu og dómsmál.56
Bøggild taldi málið útrætt. Svo var hins vegar ekki. Síðar sama
dag sendi Broberg skipherra skeyti til yfirstjórnar danska sjóhersins
í Kaupmannahöfn, án vilja og vitundar sendiherrans, þar sem dregin
var upp dökk mynd af ástandinu í Reykjavík: „Ef löglegt ráðuneyti
hér fer fram á aðstoð herliðs gegn byltingarmönnum, á ég þá að sker -
ast í leikinn? Danski sendiherrann er algjörlega mótfallinn því, ég er
öndverðrar skoðunar. Ég óska eftir fyrirmælum um við brögð, já eða
nei eftir atvikum. Í gær voru hér alvarlegar óeirðir.“57 Þann 20. nóv-
ember barst skipherranum svohljóðandi svar frá Kaup mannahöfn:
„Að höfðu samráði við utanríkisráðherrann og forsætis ráðherrann
munið þér að eigin mati geta veitt aðstoð, þegar slíks er óskað af
hálfu íslensku stjórnarinnar. Að höfðu samráði við utanríkis ráðherr -
ann, er þess óskað að tilkynning þessi verði afhent danska sendi-
herranum í Reykjavík.“58
Svar yfirstjórnar danska sjóhersins er athyglisvert. Í fyrsta lagi
sýnir skeytið að dönsk stjórnvöld voru reiðubúin að grípa inn í at -
burða rásina í Reykjavík með hervaldi ef íslensk stjórnvöld óskuðu
þess. Þessi afstaða kemur á óvart og vekur upp spurningar um það
hvernig danskir og íslenskir ráðamenn túlkuðu sambandslögin. Rétt
er að taka fram að fordæmi voru fyrir því að danski sjóherinn hefði
afskipti af íslenskum innanríkismálum. Vopnaðir danskir sjóliðar
„sveinn nokkur kom frá rússíá“ 57
56 Gunnar Þór Bjarnason, Hinir útvöldu. Sagan af því þegar Ísland varð sjálfstætt ríki
árið 1918 (Reykjavík: Sögufélag 2018), bls. 129–133.
57 „Dersom lovlige Ministerium her begærer Hjælp af militær imod Revolu -
tionære, skal jeg da skride ind? Danske Ministers Mening absolut nej, min
Mening modsat. Udbeder mig Forholdsordre, eventuelt ja eller nej. I Gaar
alvorlige Optøjer her.“ Sjá RA. Udenrigsministeriet. Chefen for Inspektions -
skibet Islands Falk til den kongelige danske Gesand i Reykjavik, 21. nóvember
1921. Hér er um að ræða afrit af upprunalega skeytinu sem sent var 19. nóv-
ember.
58 „Efter Samraad með Udenrigsministeren og Statsministeren vil De efter Deres
Skön kunne afgive Assistance, naar saadan begæres af den islendske Rege ring.
Efter Aftale með Udenrigsministeren önskes denne Meddelelse videre bragt til
den danske Minister i Reykjavík.“ RA. Udenrigsministeriet. Kodetele gram fra
Marineministeriet til Chefen for „Islands Falk“, 20. nóvember 1921.
Saga vor 2020.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 22.4.2020 14:44 Page 57