Saga - 2020, Blaðsíða 123
landi gerðu oft tilkall til þekkingar á því sem var börnum fyrir bestu
á þeim forsendum að innan þeirra störfuðu fyrst og fremst konur.35
Á Íslandi voru líka dæmi um góðgerðarfélög sem höfðu það að
markmiði að halda börnum frá sollinum. Þar má til dæmis nefna
Thorvaldsensfélagið sem lét til sín taka í fátækramálum í Reykjavík
á síðustu áratugum nítjándu aldar. Þar voru eiginkonur og dætur
helstu embættismanna landsins í forsvari. Þær starfræktu til dæmis
handavinnuskóla sem bauð fátækum stúlkum upp á kennslu í
sauma- og prjónaskap á árunum 1877–1903, það er töluvert löngu
fyrir tilkomu laga um barnavernd. yfirlýstur tilgangur félagsins var
að veita fátækum stúlkum einhvers konar menntun og hagnýta þjálf-
un og veita fátækum konum verkkunnáttu sem gerði þeim kleift að
vinna sér inn tekjur án þess að fara út af heimilinu.36 Thor vald sens -
félagið stóð fyrir þessum verkefnum á svipuðum tíma og viðhorf til
barna og barnæskunnar voru uppspretta nýrra hug mynda um
barnavernd erlendis sem ræddar hafa verið hér að framan.
Á þriðja og fjórða áratugnum kom upp umræða um stofnun
kvenlögregluembættis á Íslandi og tengdist hugmyndin iðulega
eftir liti með siðferði og barnavernd og hlutverki kvenna í þessum
málaflokkum. Slík umræða fór gjarnan fram á vettvangi kvenna-
hreyfingarinnar líkt og Sigríður Matthíasdóttir hefur gert grein fyrir
í bók sinni Hinn sanni Íslendingur. Þjóðerni, kyngervi og vald á Íslandi
1900–1930. Þar fjallar hún sérstaklega um kvennafund sem haldinn
var árið 1921 þar sem konur settu fram kröfu um öflugt siðferðiseftir -
lit í Reykjavík. Hugmyndin kom aftur fram árið 1933 á aðalfundi
Bandalags kvenna og var samþykkt á þeim fundi að skora á bæjar-
stjórn að skipa konur í lögreglulið bæjarins.37 Umræðan um kven-
lögregluembætti gekk svo í endurnýjun lífdaga á stríðsárunum.
ástandsstúlkan sem vandræðaunglingur 121
35 Cox, Gender, Justice and Welfare, bls. 55–57.
36 Erla Hulda Halldórsdóttir. Nútímans konur. Menntun kvenna og mótun kyngervis
á Íslandi 1850–1903 (Reykjavík: Sagnfræðistofnun, RIKK og Háskólaútgáfan
2011), bls. 175–176; Knútur Arngrímsson, „Hvasst en hreint og fjallabjart, 1875–
1945“, Thorvaldsensfélagið 100 ára. Afmælisrit 1875–1975 (Reykjavík: Thorvalds -
ens félagið 1980), bls. 5–80, sjá bls. 37–39.
37 Sigríður Matthíasdóttir, Hinn sanni Íslendingur. Þjóðerni, kyngervi og vald á Íslandi
1900–1930 (Reykjavík: Háskólaútgáfan 2004), bls. 251–252. Skjalasafn Banda -
lags kvenna var óaðgengilegt við vinnslu greinarinnar. Það hefur nýlega verið
flutt á Kvennasögusafn og bíður flokkunar. Safnið hefur fengið númerið KSS
2018/20. Bandalag kvenna í Reykjavík. Einkaskjalasafn.
Saga vor 2020.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 22.4.2020 14:44 Page 121