Saga - 2020, Blaðsíða 48
til að sitja þingið fyrir hönd félagsins.2 Tilgangurinn var ekki síst að
safna styrkjum fyrir Alþýðublaðið sem rambaði á barmi gjaldþrots.
Ólafur sigldi áleiðis til Danmerkur í maímánuði þar sem Ársæll
slóst með í för. Næstu vikurnar hlýddu þeir félagar á ræður leiðtoga
Kominterns en ráku þess á milli erindi Alþýðuflokksins. Allt kom
þó fyrir ekki og svo fór að þeir sneru heim án þess að fá vilyrði fyrir
styrk. Ólafur kom aftur til Reykjavíkur í lok október.3 Nokkru síðar
veitti stjórn Alþýðusambandsins Jóni Baldvinssyni formanni Alþýðu -
flokksins leyfi til að slá lán í Landsbankanum til að greiða skuldir
Alþýðublaðsins.4
Ólafur kom þó ekki alveg tómhentur frá Moskvu. Með honum í
för frá Rússlandi var Nathan Friedmann, 15 ára munaðarlaus
gyðingadrengur, fæddur í Sviss. Dvöl Nathans hér á landi varð inn-
an tíðar tilefni pólitískra deilna sem áttu sér ekki fordæmi í sögu
Íslendinga. Skiptar skoðanir hafa lengi verið meðal fræðimanna um
ástæður þess að Ólafur tók Nathan með sér hingað til lands. Annars
vegar hefur verið bent á að mannúðarsjónarmið hafi ráðið því að
Ólafur hafði drenginn með sér og að stjórnvöld hafi farið offari
þegar þau fluttu hann úr landi.5 Hins vegar hefur því verið haldið
fram að koma Nathans til Reykjavíkur hafi verið liður í byltingar-
undirbúningi Ólafs og stuðningsmanna hans í Alþýðuflokknum og
áhersla lögð á að stjórnvöld hafi verið að framfylgja landslögum.6
Flestir fræðimenn eru sammála um að stéttir og stéttastjórnmál
hafi sett afgerandi svip á flokkakerfi Evrópulanda í upphafi tuttug-
ustu aldar.7 Ísland var þar engin undantekning, sérstaklega eftir að
skafti ingimarsson46
2 Hendrik Ottósson, Frá Hlíðarhúsum til Bjarmalands (Akureyri: Pálmi H. Jónsson
1948), bls. 294–295.
3 „Um daginn og veginn“, Alþýðublaðið 1. nóvember 1921, bls. 3.
4 BR. (Borgarskjalasafn Reykajvíkur). Einkaskjalasafn nr. 55. Alþýðuhús Reykja -
víkur. Askja 1: Skuldabréf frá 1921.
5 Sjá Þorleif Friðriksson, „„Den hvide krig“ 1921 og dannelsen af Islands komm-
unistiske parti 1921–1930 på baggrund af nye kilder“, Arbejderhistorie 43 (1994),
bls. 41–54.
6 Sjá Snorra G. Bergsson, Roðinn í austri. Alþýðuflokkurinn, Komintern og kommún-
istahreyfingin á Íslandi 1919–1924 (Reykjavík: Bókafélagið Ugla 2011), bls. 141–
188; Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Íslenskir kommúnistar 1918–1998 (Reykja -
vík: Almenna bókafélagið 2011), bls. 19–23; Þór Whitehead, Sovét-Ísland, óska-
landið. Aðdragandi byltingar sem aldrei varð 1921–1946 (Reykjavík: Bókafélagið
Ugla 2010), bls. 11–58.
7 Seymore M. Lipset og Stein Rokkan, „Cleavage Structures, Party Systems, and
Voter Alignments: An Introduction“, Party Systems and Voter Alignments: Cross
Saga vor 2020.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 22.4.2020 14:44 Page 46