Saga - 2020, Blaðsíða 20
til að undirbyggja rök mín um þá byltingu sem orðið hefur á sagn -
fræðirannsóknum á síðastliðnum 20 árum heldur beitti ég (ósjálf -
rátt) þeirri aðferð að nýta þessa stafrænu tækni til þess að greina
uppruna, útbreiðslu og tíðni og þar með notkun hugtaks á grund-
velli þess gríðarlega magns heimildaefnis sem gert hefur verið að -
gengilegt og leitarbært. Sú aðferð er ekki sjálfgefin. Hún er tilkomin
af þeim tækifærum sem tæknin býður upp á en er jafnframt mótuð
af takmörkunum hennar.8
Notagildi og hagkvæmni stafrænnar tækni og notkunar stórra
gagnagrunna dylst engum og hefur gert sagnfræðingum kleift að
vinna með meira magn heimilda á skemmri tíma en áður. Á grund-
velli breyttrar tækni eru þeir jafnframt farnir að spyrja annars konar
spurninga og beita nýjum aðferðum og vinnubrögðum við grein -
ingu og rannsóknir. Textanám (e. text mining) og söguleg netgreining
(e. historical network analysis) eru dæmi um ný tól í verkfærakistu
sagnfræðinga sem Óðinn Melsted nefnir í pistli sínum. Þá hefur
orðið mikil fjölgun á forritum sem sniðin eru að stafrænum hugvís-
indum.9 Gríðarleg framþróun hefur til að mynda orðið í stafrænum
lestri handritaðra skjala sem stefnir í að umbylta vinnu sagnfræð -
inga með óprentaðar heimildir á næstu árum.10
Enginn skortur hefur verið á umræðum meðal sagnfræðinga um
mögulega annmarka á stafrænum aðferðum en jafnframt um þær
aðferðafræðilegu áskoranir sem fylgja nýrri tækni þó enn séu skipt -
ar skoðanir um það hvort stafræn sagnfræði sé sérstök grein innan
fagsins eða fyrst og fremst tæknileg viðbót við gamalreynda að -
ferða fræði sagnfræðinnar.11 Starfandi fagfólk í vísindum er einnig í
auknum mæli farið að beina gagnrýnum augum að samverkandi
álitamál18
8 Sbr. Bob Nicholson, „The digital turn. Exploring the methodological possibilities
of digital newspaper archives“, Media History 19:1 (2013), bls. 59‒73.
9 Lista yfir slík forrit má víða finna á internetinu. Sjá til dæmis vefsíðu um
stafræn hugvísindi hjá Duke University. Vef. „DH Tools“, Duke University Digi -
tal Humanities. https://digitalhumanities.duke.edu/tools, 15. mars 2020.
10 Guenter Muehlberger o.fl., „Transforming scholarship in the archives through
handwritten text recognition. Transkribus as a case study“, Journal of Docu -
ment ation 75:5 (2019), bls. 954–976.
11 Andreas Fickers, „Towards a new digital historicism? Doing history in the age
of abundance“, Journal of European History and Culture 1:1 (2012), án blstals;
Joshua Sternfeld, „Archival theory and digital historiography. Selection,
search, and metadata as archival processes for assessing historical contextua-
lization“, The American Archivist 74:2 (2011), bls. 544‒575.
Saga vor 2020.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 22.4.2020 14:44 Page 18