Saga - 2020, Blaðsíða 69
sætisráðherra. Á fundinum upplýsti Bøggild ráðherrann um að lög-
reglustjórinn í Reykjavík hefði kannað möguleika á liðveislu frá
varðskipinu Islands Falk eftir Suðurgötuslaginn og að dönsk stjórn-
völd hefðu heimilað Broberg skipherra að grípa inn í atburðarásina
með hervaldi ef íslenska ríkisstjórnin óskaði þess. Ríkisstjórnin gæti
því reitt sig á aðstoð vopnaðra sjóliða á varðskipinu, en aðeins í
neyðartilvikum, enda væru dönsk afskipti af málinu óþægileg fyrir
báða aðila. Síðan segir í skýrslu sendiherrans:
Forsætisráðherrann lét í ljós óánægju sína vegna þessa og kvað beiðni
lögreglustjórans hafa verið borna fram án vitundar og vilja ríkisstjórnar -
innar og að ríkisstjórnin vildi ekki, nema í ýtrustu neyð, fara fram á
vopnaða danska aðstoð, þar sem hér væri alfarið um íslenskt innanríkis -
mál að ræða, sem Íslendingar vildu leysa sjálfir. Um leið lét forsætis -
ráðherrann þess þó getið að hann fagnaði tilkynningu Brobergs skip-
herra, þess efnis að hann hefði umboð til að veita vopnaða aðstoð, ef til
þess kæmi. Þá endurtók forsætisráðherrann að hann gæti ekki hugsað
sér að ríkisstjórnin kæmist í þá aðstöðu að hún þyrfti að nýta umboð
það, sem skipstjóri Islands Falk hefði. Kvaðst forsætisráðherrann í megin -
atriðum sammála því … að vopnuð dönsk afskipti yrðu af öllum Ís -
lendingum talin afar óheppileg.88
Skýrsla Bøggilds sendiherra til danska forsætisráðherrans varpar á
margan hátt nýju ljósi á drengsmálið. Í fyrsta lagi er ljóst að upp lýs -
ingar sendiherrans komu Jóni Magnússyni forsætisráðherra í opna
skjöldu og að hann leit svo á að Jón Hermannsson lögreglustjóri
hefði farið út fyrir valdsvið sitt þegar hann leitaði eftir liðsinni Bro -
bergs skipstjóra á Islands Falk. Líklegt verður að telja að upplýsing-
„sveinn nokkur kom frá rússíá“ 67
88 „Försteministeren udtalte sin Beklagelse af dette og sagde, at denne Hen -
vendelse fra Politimesterens Side havde fundet sted uden Regeringens Viden
og Vilje, og at Regeringen ikke „undtagen i aller-aller yderste Nödstilfælde“
önskede at paakalde væbnet dansk Hjælp, idet det var et rent indre islandsk
Anligende, „som Islændingene önskede at klare selv“. Samtidig udtalte dog
Försteministern, at han var meget glad ved den Meddelelse, der var givet ham
af Kaptajn Broberg, om at denne havde Bemyndigelse til i givet Fald at yde
væbnet Assistance. Försteministeren udtalte dog atter, at han slet ikke kunde
tænke sig, at Regeringen skulde komme i en saadan Situation, at den skulde
blive nödt til at göre Brug af den Chefen for „Islands Falk“ givne Bemyndigelse.
I det store og Hele udtalte Försteministeren sig ganske i Overensstemmelse med
… at Indblanding af væbnet dansk Magt i Begivenhederne her af alle Islænd inge
vilde blive betragtet sem höjst uheldig.“ RA. Udenrigsministeriet. J. E. Bøggild
til Hr. Statsminister og Finansminister Niels Neergaard 23. nóvember 1921.
Saga vor 2020.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 22.4.2020 14:44 Page 67