Saga - 2020, Blaðsíða 211
Vefsíðan hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga, bæði al -
menn síða fyrir félagið og einnig sérstök síða fyrir tímaritið Sögu
sem er í vinnslu og verður tengd við almennu Sögufélagssíðuna.
Samningur var gerður við Söndru Espersen um viðhald og upp-
byggingu síðanna. Jón Kristinn Einarsson hefur séð um skrif og inn-
setningu efnis. Helstu breytingarnar eru þær að umtalsvert meiri
upplýsingar er að finna um bækur félagsins og umfjöllun um þær
en áður, vefverslunin hefur verið efld og nú er boðið upp á að kaupa
bækur á vefsíðunni og velja um að fá sent eða sækja í Sögufélag.
Sérstakar síður eru um ritraðir Sögufélags, um ritreglur og leiðbein-
ingar fyrir höfunda og þá er einnig síða um höfunda og ritstjóra
Sögufélags.
Fréttabréf Sögufélags þetta starfsárið voru átta talsins. Þau voru
gefin út 28. júní, 22. október, 4. nóvember, 20. nóvember, 6. desem -
ber, 20. desember, 24. febrúar 2020 og 11. mars síðastliðinn. Jón
Krist inn Einarsson, starfsmaður Sögufélags, hefur að mestu séð um
útgáfu fréttabréfanna en markmiðið með þeim er að ná betri tengsl -
um við félagsmenn, miðla helstu vörðum í starfi félagsins og kynna
útgáfu og miðla félagsins og viðburði á vegum þess. Á nýju vefsíð -
unni verða öll útgefin fréttabréf aðgengileg auk annarra frétta af
starfseminni.
Tilnefningar og viðurkenningar
Bók Unnar Birnu Karlsdóttur, Öræfahjörðin. Saga hreindýra á Íslandi,
var tilnefnd til þriggja verðlauna. Hún var tilnefnd til Fjöruverð -
launanna, til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og til Viðurkenn -
ingar Hagþenkis. Í umsögn Viðurkenningarráðs Hagþenkis um
bók ina segir: „Vandað og aðgengilegt sagnfræðirit um einkennisdýr
austuröræfanna, einstaka sögu þeirra og samband við þjóðina.“
Unnur kynnti bókina á viðburði í Borgarbókasafninu í Grófinni 15.
febrúar þar sem allar tilnefndar bækur þetta árið voru kynntar.
Bókin var auk þess kynnt á fjölda viðburða víða um land og var
einnig um hana fjallað á báðum útvarpsrásum RÚV og viðtal tekið
við höfundinn í bókmenntaþættinum Kiljunni. Þá voru viðtöl tekin
við Unni Birnu á sjónvarpsstöðvunum Hringbraut og N4 auk rit-
dóma og umfjallana í fjölmörgum prent- og vefmiðlum svo sem
Fréttablaðinu, Morgunblaðinu, Sportveiðiblaðinu, Kjarnanum og
fleirum.
ársskýrsla stjórnar sögufélags 209
Saga vor 2020.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 22.4.2020 14:44 Page 209