Saga - 2020, Blaðsíða 65
anna í hættu enda myndu Íslendingar túlka það sem erlenda íhlut -
un í íslenskt innanríkismál. Slíka aðstoð bæri aðeins að veita í
neyðar tilvikum, það er ef stjórnvöldum væri hætta búin. Slíku væri
hins vegar ekki til að dreifa í þessu tilviki. Aðeins væri um að ræða
uppþot af hálfu liðsmanna Ólafs og að klaufaskapur lögreglunnar
hefði valdið því að Nathan gekk henni úr greipum. Alþýðu flokks -
menn í Reykjavík myndu sennilega efna til mótmæla vegna málsins
en lögreglan og varðlið borgaranna gæti haldið uppi lögum og reglu
í bænum. Þá óskaði sendiherrann einnig eftir því að danski forsæt-
isráðherrann og dansk-íslenska ráðgjafarnefndin yrðu upplýst um
málið.75 Nefndin var stofnuð með sambandslögunum en hlutverk
hennar var að samræma löggjöf ríkjanna og stuðla að samvinnu
milli þeirra.76
Íslenska ríkisstjórnin hóf nú að undirbúa aðgerðir gegn Ólafi og
liðsmönnum hans. Ætlunin var að flytja Nathan úr landi með valdi
ef þörf krefði. Undirbúningurinn fór fram í kyrrþey. Borgaralegt
varalið var stofnað til aðstoðar lögreglunni ef til átaka kæmi. Axel
Túlinius hafði forystu um samdrátt liðsins en það var aðallega skip -
að ungum verslunar- og íþróttamönnum. Margir settu þó það skil-
yrði fyrir þátttöku sinni í liðinu að skipt yrði um lögreglustjóra enda
hefðu aðgerðir lögreglunnar í Suðurgötuslagnum verið óskipu -
lagðar og lögreglan sýnt Ólafi og liðsmönnum hans linkind.77 Þegar
að þetta varð ljóst sneri Jón Magnússon forsætisráðherra sér til
Klemens Jónssonar fyrrverandi landritara og óskaði eftir því að
hann stjórnaði aðgerðum. Klemens hafnaði boðinu.78 Jóhann P. Jóns -
son, skipherra á varðskipinu Þór, tók að lokum að sér að stjórna lög-
reglunni en hann hafði lært herstjórn í danska flotanum.79
Fljótlega kvisaðist út í bænum að verið væri að draga saman
varalið til höfuðs Ólafi og liðsmönnum hans.80 Liðið var nær ein-
göngu skipað yfirlýstum íhaldsmönnum. Foringjarnir voru flestir úr
„sveinn nokkur kom frá rússíá“ 63
75 RA. Udenrigsministeriet. Afskrift af Chiffertelegram afsendt til Etrangeres,
Köbenhavn, 21. nóvember 1921 ca. Kl. 10. Fm.; RA. Udenrigsministeriet. Af -
skrift af Chiffertelegram sendt til Etrangeres, Köbenhavn, 21. nóvember 1921
ca. Kl. 12. Fm.
76 Gunnar Þór Bjarnason, Hinir útvöldu, bls. 130.
77 Sigurbjörn Þorkelsson, Himneskt er að lifa, bls. 91–92.
78 Pétur Pétursson, „Nóvember 21“, 6. þáttur. Viðtal við Agnar Kl. Jónsson sendi-
herra.
79 Þór Whitehead, Sovét-Ísland, óskalandið, bls. 34.
80 „Leynilögreglulið“, Alþýðublaðið 21. nóvember 1921, bls. 3.
Saga vor 2020.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 22.4.2020 14:44 Page 63