Saga - 2020, Blaðsíða 82
Bandarísk stjórnvöld lögðu mikið upp úr því að samskipti við
Íslendinga gengju vel. 20. september 1941 var Lincoln MacVeagh
skipaður fyrsti sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi.17 Ekki löngu síðar
bættist ungur blaðamaður, Porter McKeever, í starfslið sendi ráðsins
og var hann skipaður sérstakur aðstoðarmaður sendiherr ans. Þau
vandamál sem fylgdu samskiptum Íslendinga og Banda ríkja manna
fóru ekki fram hjá McKeever. Löngu síðar lýsti hann hlutverki sínu í
viðtali við Elínu Pálmadóttur með þeim hætti að hann hafi átt að
„reyna að smyrja samskiptin við íbúana, þar sem höfðu orðið nokkrir
árekstrar eftir að bandarísku hermennirnir fóru að koma“.18
7. desember 1941 réðust Japanar á flotastöð Bandaríkjamanna í
Pearl Harbor og degi síðar lýsti Roosevelt yfir stríði á hendur Japön -
um. Þar með voru Bandaríkjamenn orðnir beinir þátttakendur í
seinni heimsstyrjöldinni. Sumarið eftir kom forsetinn á fót sérstakri
stríðsupplýsingaskrifstofu (Office of War Information eða OWI). Var
um að ræða sjálfstæða deild utan valdsviðs utanríkisráðuneytisins.
Skrifstofan var starfrækt bæði heima fyrir og í erlendum ríkjum.19
Porter McKeever var gerður að yfirmanni íslensku skrifstofunnar og
tók hann þegar í stað að beita sér fyrir vinsamlegum samskiptum
Íslendinga og Bandaríkjamanna.
Í viðtali Elínar Pálmadóttur við McKeever kemur fram að OWI
hafi lagt sig fram við að bjóða upp á fjölbreytta og menningarlega
starfsemi á Íslandi en með því móti átti að „efla almenna kynningu“
á bandarískri menningu og samfélagi. Virðist markmiðið um leið
hafa verið að vinna gegn neikvæðum staðalmyndum af landi og
þjóð.20 Áherslur McKeevers falla vel að því sem í dag er nefnt opin-
bert upplýsinga- og kynningarstarf á alþjóðavettvangi (e. public
diplomacy). Með því er átt við þær aðferðir sem erindrekar erlendra
ríkja beita til að sannfæra, fræða og laða skoðanir borgara annarra
landa að málstað sínum og hagsmunum.21 Sagnfræðingurinn Nich -
haukur ingvarsson80
17 „Lincoln MacVeagh fyrsti sendiherra U.S.A. á Íslandi“, Vísir 5. ágúst 1941, bls. 1.
18 Elín Pálmadóttir, „Kalda stríðið gekk í garð á Hótel Borg. Rithöfundurinn
Porter McKeever var fyrsti upplýsingafulltrúi Bandaríkjamanna á Íslandi
1942“, Morgunblaðið 6. maí 1990, bls. D22 og D24, hér bls. D22.
19 Justin Hart, Empire of Ideas, bls. 59.
20 Elín Pálmadóttir, „Kalda stríðið gekk í garð á Hótel Borg. Rithöfundurinn
Porter McKeever var fyrsti upplýsingafulltrúi Bandaríkjamanna á Íslandi
1942“, Morgunblaðið 6. maí 1990, bls. D22 og D24, hér bls. D24.
21 Sarah Ellen Graham, Culture and Propaganda: The Progressive Origins of Amer -
ican Public Diplomacy, 1936–1953 (Surrey og Burlington: Ashgate 2015), bls. 1.
Saga vor 2020.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 22.4.2020 14:44 Page 80