Saga - 2020, Blaðsíða 161
verið fremur seinheppin. Hún getur ekki einu sinni pantað sér nýja
saumavél án þess að sitja uppi með eitthvað skrapatól sem enginn
annar í sveitinni kannast við að hafa pantað. Vélin er þó svo sannar-
lega ekki sú gerð sem Margrét sjálf bað um og Elín hafði sagst ætla að
kaupa. „Jeg verð nú samt sjálfsagt að gjöra mjer þessa vjel að góðu.“14
Hið mæðulega jafnaðargeð, sem getur komið lesanda þreytandi
fyrir sjónir, stökkbreytist í sannkallaðan hetjuskap í desem ber mán -
uði 1925 þegar heimili Margrétar brennur til kaldra kola. Enginn
fórst í eldinum en hjónin misstu svo að segja alla sína búslóð. Mar -
grét lagði sig alla fram um að bjarga því sem bjargað varð en allt
kom fyrir ekki, vinnukonurnar lögðu það sem þeim var rétt ein -
hvers staðar frá sér í óðagotinu, sumu feykti vindurinn á bak og
burt þegar út var komið, annað grófst í fönn og eyðilagðist.15 Mar -
grét segir fyrst frá brunanum í bréfi til Elínar þann 11. desember
1925. Helsta geðshræringarmerkið er að finna í bréfshausnum þar
sem Margrét byrjaði ósjálfrátt að skrifa sinn vanalega ritunarstað,
Höskuldsstaði, áður en hún krotaði yfir og leiðrétti: Syðri-Ey.16
Tíu árum fyrr eða svo hafði Margrét látið sig dreyma um nýtt
hús: „Ef til kæmi að einhvern tíma yrði nú byggt hjer áður mjög
langt um líður, þá væri gaman að þú teiknaðir hús eins og þú álitir
þægilegt.“17 Bréf Margrétar varpa ljósi á áhugaverðan þátt í skjala-
frá kommóðu til kvennasögusafns 159
14 KSS. 2018/18, askja 4. Margrét Sigurðardóttir til Elínar Briem 20. júní 1918.
Margrét hafði látið sig dreyma um nýja saumavél í um það bil tvö ár áður en
hún lagði í að kaupa hana. Hún var orðin langeygð eftir vélinni þegar póst-
skipið Sterling lagði í höfn þann 4. maí, án saumavélarinnar en með einn
ómerktan kassa. Þegar hann var að lokum opnaður kom í ljós „einhjóluð
maskína, eða hraðhjólslaus, en þú varst búin að skrifa mjer að þú hefðir keypt
hraðhjólsvjel eins og jeg bað um. Nú hefur okkur dottið í hug að einhver annar
hafi pantað þessa vjel. En það þarf Magnús að láta vita fyrst þetta er svona
klaufalega útbúið hjá honum. Jeg hef dálítið reynt þessa saumavjel og fellur
ekki nærri vel við hana, allt er óvandað til hennar sýnist mjer, og þræðingin
svo ansi margbrotin. Svo eru þessar sjaldgæfu nálar, en látum það nú vera.
Líka er hún vangæf með tvinna. Saumar best með fínum tvinna enda allar nál-
arnar heldur fínar. Jeg verð nú samt sjálfsagt að gjöra mjer þessa vjel að góðu,
bara þegar veit þá með vissu að hún tilheyri mjer. Mjer fellur líka illa hvað lágt
er undir pressufótinn, en verðið nú ekki hátt eptir því sem nú gjörist. Jeg held,
elsku vinkona mín, að þjer leiðist að lesa alla þessa orðmælgi, og bið jeg þig
fyrir gefa að jeg ónáða þig með þessu öllu“.
15 KSS. 2018/18, askja 5. Margrét Sigurðardóttir til Elínar Briem 8. mars 1926.
16 KSS. 2018/18, askja 5. Margrét Sigurðardóttir til Elínar Briem 11. desember 1925.
17 KSS. 2018/18, askja 4. Margrét Sigurðardóttir til Elínar Briem 25. febrúar 1916.
Saga vor 2020.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 22.4.2020 14:44 Page 159