Saga - 2020, Blaðsíða 100
í málflutningi Arnasons er hvernig hann fléttar saman gamalt og
nýtt.83 Íslenskar nútímabókmenntir byggja þannig á gömlum merg
en um leið hafa þær gengið í endurnýjun lífdaga í lifandi samhengi
við bandarískar nútímabókmenntir. Í lokin á greinardrögunum sem
hann sendi Bjarna Benediktssyni líkir hann íslenskri menningu við
plöntu sem hafi lifað af þrátt fyrir að hafa lotið erlendu valdi í 600
ár. Hún hafi staðið af sér hungursneyðir, plágur, jarðskjálfta og yfir
höfuð alla þá erfiðleika sem hægt sé að ímynda sér. Flestir Íslend -
ingar geri sér grein fyrir því að þessi harðgera planta, íslensk menn-
ing, sé svo sterk að hún geti ekki annað en blómstrað og þrifist á
erlendum áhrifum.84 Bandaríkjamenn gerðu sér ljósa grein fyrir ótta
margra Íslendinga við erlend menningaráhrif.85 Hér má segja að
sjónarmiðum þeirra sem ýttu undir slíkan ótta sé svarað en um leið
er erlendum menningaráhrifum lýst sem styrkleika og sérstöku
fagnaðarefni. Með þessu móti má segja að Arnason afbyggi hug-
myndir um íslenska sögu og menningu og móti þær að hagsmunum
Bandaríkjanna.
OWI sá til þess að sú mynd sem erindrekar skrifstofunnar brugðu
upp af íslenskri menningu og samfélagi í erlendum tímaritum bær ist
fyrir augu Íslendinga. Þeir hlustuðu eftir viðbrögðum Íslendinga, rann-
sökuðu þau og greindu. Þannig gátu þeir metið árangurinn af þeirri
stefnu sem þeir boðuðu. Hlustun og boðun virðast þannig standa í
gagnvirku sambandi. Viðtal New York Times við McKeever sem vitnað
var til hér að framan sýnir þó að Bandaríkjamenn voru ekki aðeins að
senda Íslendingum skilaboð, þeir voru líka að ávarpa sína eigin þjóð í
vissum tilvikum og alþjóðasamfélagið í öðrum. Sömu skilaboð gátu
þannig haft ólíka merkingu hjá mismundandi markhópum.
haukur ingvarsson98
83 Elsta dæmið um orðið „bókaþjóð“ í ritmálsskrá Orðabókar Háskóla Íslands er
að finna í ritdómi í Ísafold árið 1901. Þar segir: „Íslendingar hafa lengi verið
brauðlaus bóka þjóð, en þótt bóksalar kvarti nú sáran, get ég ekki trúað því, að
hún ætli að gerast bóklaus matarþjóð, því sá endir mundi þar á verða, að hún
hefði hvorki bækur né brauð.“ Sjá: Bjarni Jónsson frá Vogi, „Bókmenntir.
Guðmundur Guðmundsson: LJÓÐMÆLI“, Fjallkonan 19. október 1900, bls. 2.
Um ímynd og sjálfsmynd Íslendinga sem „bókaþjóðar“ sjá: Ann-Sofie Nielsen
Gremaud, „Ísland sem rými annarleikans. Myndir frá bókasýningunni í
Frankfurt árið 2011 í ljósi kenningar um dul-lendur og heterótópíur“, Ritið 12:1
(2012), bls. 7–29.
84 BR. Einkaskjalasafn nr. 360. Askja 2-8, örk 10. Iceland Today. H. H. Arnason.
85 Harald Runblom, „American Propaganda in Scandinavia during the Second
World War“, bls. 45.
Saga vor 2020.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 22.4.2020 14:44 Page 98