Saga - 2020, Blaðsíða 158
botninn í þetta ómerkilega bréf sem jeg bið yður í alla staði að fyrir-
gefa.“5
Skjalasafn Elínar geymir fleira en þær hátt í tvö hundruð raddir sem
hingað til hafa verið nefndar til sögunnar. Inn á milli bréfanna til
Elínar leyndist lítill bunki þar sem skyndilega kvað við annan tón, þar
sem bréfritarar hófu mál sitt með fullyrðingum á borð við þessa: „Þér
gerðuð vel í því að leita til mín um upplýsingar um Þórsmörk. Þar eru
ekki færari en ég af þeim sem nú lifa.“6 Í bunkanum kom í ljós hver
skýrslan eftir aðra um skóga og sandauðnir, undirrituð af hverju karl-
mannsnafninu á fætur öðru. Hér blasir við annar þjóð félagshópur,
önnur áhugamál, annar talsmáti. Innan skjalasafns Elínar má finna
þrjú sjálfstæð skjalasöfn upprunnin frá föður henn ar, Eggerti Briem
sýslumanni (1811–1894), og eiginmönnum hennar, Sæmundi Eyjólfs -
syni búfræðingi (1861–1896) og Stefáni Jónssyni kaupmanni (1856–
1910). Það reyndist tiltölulega auðvelt að skilja á milli þessara ein-
staklinga í safninu, jafnvel þegar skjöl þeirra lágu ekki saman eða
voru ekki merkt með nafni því í hverju þeirra mátti sjá nokkuð afger-
andi athafna- og áhugasvið. Helsta undantekningin á þessu voru
handskrifuð kvæði og sönglög en kveðskapur var áhuga mál sem
Elín virðist hafa deilt með báðum eiginmönnum sínum.
Eggert og Sæmundur létust báðir undir lok nítjándu aldarinnar
en síðasti áratugur hennar markaði þáttaskil í skjalamyndun Elínar.
Ekkert bréfanna til hennar sjálfrar er eldra en það, nema ef vera
skyldi eitt bréf frá bróður hennar, Páli Briem, sem er með mjög
óskýrri dagsetningu. Langflest bréfanna eru frá því eftir aldamótin
1900. Árið 1890 var Elín 34 ára gömul. Ekki verður betur séð en að
bréf sem henni voru send á fyrsta hluta ævinnar hafi glatast, hvort
sem það var af vangá, slysni eða yfirlögðu ráði.7
Þessi tímabilaskipting kemur glögglega í ljós þegar litið er á af -
kastamesta bréfritarann í safninu, Margréti Sigurðardóttur frá Hösk -
ragnhildur hólmgeirsdóttir156
5 KSS. 2018/18, askja 1. Bergljót Lárusdóttir til Elínar Briem 5. nóvember 1902.
6 KSS. 2018/18, askja 17. Jón söðlasmiður til Sæmundar Eyjólfssonar 12. nóvem -
ber 1894.
7 Sums staðar í KSS 2018/18 má sjá að Elín endurnýtti bréf sem hún fékk send
undir teikningar, minnislista og annað. Vísbendingar um glötuð bréf má einnig
finna í öðrum skjalasöfnum. Í KSS 2018/18 eru til dæmis varðveitt 24 bréf frá
Sigríði Jónsdóttur á Reynistað, það elsta frá 1896. Varðveitt bréf Elínar til Sig -
ríðar í Héraðsskjalasafni Skagfirðinga, HSk 857 4to, eru aftur á móti 45, það elsta
frá 1878.
Saga vor 2020.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 22.4.2020 14:44 Page 156