Saga - 2020, Blaðsíða 31
bókasöfn heims, sem flest eru lokuð öðrum en fámennum forrétt-
indahópum, í eitt alheimsbókasafn (e. universal library). Alheims -
bóka safnið er opið öllum jarðarbúum allan sólarhringinn — eða að
minnsta kosti þeim sem geta tengst netinu með einhverjum hætti. Á
„tímum handrita og bóka“, skrifar Hammond, „var mun auðveld ara
að ná því markmiði að safna saman öllum ritum en að veita öllum
aðgang að ritum í bókasöfnum.“6 Á stafrænni öld er þessum hindr-
unum rutt úr vegi því að hið nýja alheimsbókasafn er opið stærstum
hluta mannkyns sem getur á annað borð tileinkað sér efnið sem það
geymir og hefur aðgang að þeim tækjabúnaði sem til þarf.
Þótt enn sé aðeins örlítið brot af útgefnum ritum í heiminum
aðgengilegt á netinu þá stækkar hið stafræna alheimsbókasafn með
ári hverju. Bækur og tímarit sem ekki eru háð höfundarrétti streyma
þannig óðum inn á netið undir merkjum upplýsingaveitna á borð
við Europeana Collection (www.europeana.eu), Project Gutenberg
(www.gutenberg.org), Internet Archive (archive.org) og Google
Books (books.google.is), oft í leitarbærum útgáfum og í útgáfusniði
sem endurskapar útlit bókanna. Nálgast má fjölda íslenskra rita í
gegnum þessar veitur enda eru þær í mörgum tilvikum tengdar inn-
byrðis í eitt allsherjar rafrænt net sem spannar heiminn allan.7
Lands bókasafn Íslands – Háskólabókasafn hefur tekið virkan þátt
í þessari stafrænu byltingu og fært mikilvæga hluta safnkosts síns
yfir á netið og þá bæði tímarit og bækur. Formleg opnun vefsíð -
unnar Tímarit.is á tíu ára afmæli Þjóðarbókhlöðunnar árið 2004
markaði til að mynda byltingu í aðgengi að íslenskum tímaritum
og dagblöðum8 en þar má nú nálgast tæplega sex milljón blaðsíður
nær 1.300 dagblaða og tímarita frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi
og reyndar einnig frá byggðum íslenskra innflytjenda í Kanada og
afkomenda þeirra.9 Landsbókasafnið var að mörgu leyti braut ryðj -
gagnagrunnar og sagnfræðirannsóknir 29
6 „… in the eras of manuscript and print, universality of holdings was a far more
achievable goal than universality of access.“ Hammond, Literature in the Digital
Age, bls. 43.
7 Þannig er hægt að finna þær bækur sem birtar eru á vef Landsbókasafns
Íslands – Háskólabókasafns, Bækur.is, með leit í gagnagrunni Internet Archive.
8 Sigrún Klara Hannesdóttir, „Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn 10 ára“,
Fregnir 29:3 (2004), bls. 13; Örn Hrafnkelsson, „VESTNORD. Stafrænar endur-
gerðir dagblaða og tímarita á Netinu — www.timarit.is“, Bókasafnið 27 (2003),
bls. 65–68.
9 Vef. „Um vefinn“, Tímarit.is, Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn, https://
timarit.is/about.
Saga vor 2020.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 22.4.2020 14:44 Page 29