Saga - 2020, Page 98
Ýmsar heimildir styðja lýsingar Arnasons á sterkri stöðu banda-
rískra bókmennta í íslenska bókmenntakerfinu um og eftir seinni
heimsstyrjöld. Í ævisögu sinni segir skáldið Jón Óskar um innflutn-
ing á bandarískum bókmenntum á stríðsárunum: „Þær bókstaflega
streymdu inn í landið.“73 Helgar hann sérstakan kafla sýnisbókinni
American Harvest. Um American Harvest er líka fjallað í bókadálki í
tímaritinu Helgafelli þar sem sjónum var beint að því „álitlegasta úr
þeim útlenda bókakosti, sem fáanlegur er hér í bókaverzlunum eða
unnt er að afla án mikilla erfiðleika“.74 Er þar fyrst og fremst um að
ræða enskar og bandarískar bækur vegna þess hvernig samgöngum
var háttað. Í Helgafelli er líka fjallað um sýnisbókina This Is My Best,
An Anthology of American Poetry 1639–1941 og Reading I’ve Liked sem
Clifton Fadiman tók saman. Í Ritaukaskrá Landsbókasafns Íslands
árið 1942 skrifar Guðmundur Finnbogason landsbókavörður að
styrj öldin setji mark sitt á aðföng safnsins. Getur hann þess að safn-
inu hafi reynst nánast ómögulegt að kaupa bækur frá öðrum en
enskumælandi löndum og hafi það auðgast óvenjulega mikið „af
enskum og amerískum bókmenntum í góðum útgáfum“.75 Þetta
þakkar hann ekki aðeins höfðinglegum bókagjöfum heldur fyrst og
fremst þingi og stjórn sem veitt hafi safninu aukafjárveitingu til að
kaupa bækur frá Englandi „fyrir allmikið fé“ eins og hann kemst að
orði. Þetta ár keypti safnið meðal annars fjórar skáldsögur eftir
Ernest Hemingway, þrjár eftir Sinclair Lewis og eina bók eftir John
Steinbeck, Sherwood Anderson og Pearl S. Buck.
Ekki verður séð að grein Arnasons um Ísland hafi birst í heild
sinni en hins vegar birtist úr henni einnar síðu útdráttur í Harper’s
Magazine undir fyrirsögninni „Cultural Utopia“ eða „Draumaland
menningar“.76 Þar var lögð höfuðáhersla á almennan áhuga Íslend -
haukur ingvarsson96
73 Jón Óskar, Hernámsáraskáld: Minnisatriði um líf skálda og listamanna í Reykjavík
(Reykjavík: Iðunn 1970), bls. 183.
74 „Bendingar um bókaval“, Helgafell 2:1–3 (1943), bls. 143.
75 Guðmundur Finnbogason, Ritaukaskrá Landsbókasafnsins 1942 (Reykjavík: Ríkis -
prentsmiðjan Gutenberg 1943), bls. 3.
76 Í skýrslum OWI kemur fram að grein Arnason hafi upphaflega verið send til
tímaritsins Vogue en þar á bæ hafi hún þótt of löng og fræðileg, þaðan fór hún
til American Scandinavian Review sem sá sér ekki heldur fært að birta hana. Sjá:
NA. RG 208 Outposts: Iceland (From Entry NC-148 6-J). Box 2. Skýrsla Agnes
R. Allen: Iceland / November 15 – December 15 / 1943, 13. desember 1943.
Þýð ingin á „Cultural Utopia“ er sótt í íslenska þýðingu greinarinnar, sjá:
„Hjörvarður Árnason um Ísland“, Vísir 21. júní 1944, bls. 2.
Saga vor 2020.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 22.4.2020 14:44 Page 96