Saga - 2020, Blaðsíða 19
Stafrænir gagnagrunnar og
sagnfræðirannsóknir
Samkvæmt leit á vefnum Tímarit.is birtist orðmyndin „gagnamagn“
fyrst á prenti árið 1973 í umfjöllun um notagildi tölva fyrir störf
verk fræðinga í Tímariti Verkfræðingafélags Íslands.1 Næsta leitar -
niðurstaða er frá árinu 1988 í blaðinu Verktækni.2 Orðið birtist fjórum
sinnum á öllum níunda áratugnum, þar af þrisvar í sérhæfðum fag-
tímaritum verkfræðinga og tölvunarfræðinga. Tíðnin eykst á tíunda
áratugn um með 14 niðurstöðum en stekkur upp í 246 og 610 niður -
stöður fyrstu tvo áratugi nýrrar aldar.3 Hugtakið er nú orðið svo
hversdagslegt að lagið sem sigraði í Söngvakeppni Sjónvarpsins nú
í ár er í höndum flytjenda sem kalla sig Daði og Gagnamagnið.4
Svip aðar niðurstöður koma fram ef leitað er að orðinu „gagnagrunn-
ur“. Fjórar vísanir finnast frá áttunda áratugnum og sú elsta aftur úr
Tímariti Verkfræðingafélags Íslands.5 Orðið kemst þó fyrr í almenna
notkun og birtist nokkur þúsund sinnum í ritum af ýmsu tagi, ekki
aðeins fagtímaritum, þegar á tíunda áratugnum.6
Ofangreind umfjöllun afhjúpar ekki aðeins hvernig tæknileg
hugtök hins stafræna nútíma hafa á skömmum tíma náð almennri
útbreiðslu í íslensku máli og samfélagi heldur einnig hvaða áhrif
stafræna vendingin (e. the digital turn) hefur haft á störf sagnfræð -
inga.7 Ekki aðeins leitaði ég í stafrænan gagnagrunn eftir heimildum
Saga LVIII:1 (2020), bls. 17–43.
Á L I TA M Á L
1 Þorgeir Pálsson, „Um notkun samvinnslukerfa, smátölva og rafeindareikna“,
Tímarit Verkfræðingafélags Íslands 58:1–2 (1973), bls. 16.
2 Hörður Arnarson, „Tölvusjón í fiskiðnaði“, Verktækni 5:3 (1988), bls. 7.
3 Vef. www.timarit.is. Leitarorð: „gagnamagn“, 13. mars 2020.
4 Vef. „Daði og Gagnamagnið sigruðu með yfirburðum“, Rúv.is, 2. mars 2020.
https://www.ruv.is/frett/dadi-og-gagnamagnid-sigrudu-med-yfirburdum.
5 Þorkell Helgason, „Um reiknifræðikennslu við Háskóla Íslands“, Tímarit Verk -
fræðingafélags Íslands 59:6 (1974), bls. 90.
6 Vef. www.timarit.is. Leitarorð: „gagnagrunnur“ og „gagnagrunn“, 15. mars 2020.
7 Gerben Zaagsma, „On digital history“, BMGN — The Low Countries Historical
Review 128:4 (2013), bls. 3–29.
Saga vor 2020.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 22.4.2020 14:44 Page 17