Saga - 2020, Blaðsíða 39
stöðum innan akademíunnar, í æðstu stjórn háskóla og „hörðum“
vísindum. Hann staðhæfir að þessi yfirráð hvítrar karlmennsku (e.
white masculine domination) geri það að verkum að rannsóknir sem
varpa ljósi á valdaformgerðir og mismunun feli í sér ógn við ríkj -
andi kerfi. Það komi því ekki á óvart að slíkar rannsóknir séu jaðar-
settar og birtist sjaldnast í tímaritunum sem hafa hæstan áhrifa -
stuðul samkvæmt tímaritagrunnunum.11 Þegar litið er til þeirra
sagnfræðirita sem eru á lista yfir tímarit með hæsta áhrifastuðulinn
á sínu sviði (efstu 20%) kemur í ljós að þar er nokkur fjöldi tímarita
sem eru helguð hefðbundnum sagnfræðilegum viðfangsefnum, til
dæmis sögu ákveðinna heimsálfa, tímabila, vísindagreina, stjórn-
málasögu, viðskiptasögu, umhverfissögu og félagssögu. Hagsaga á
fjög ur tímarit á þessum lista. Þótt ekki sé loku fyrir það skotið að
grein ar í slíkum tímaritum geti verið gagnrýnar þá hafa þessi svið
(mögu lega að umhverfissögunni undanskilinni) ekki þann inn-
byggða gagnrýna vinkil sem greinar á borð við kynjasögu, hinsegin
sögu og eftirlendusögu hafa. Leiðandi rit á gagnrýnari sviðum
sagnfræð innar eru aftur á móti víðs fjarri á þessum lista yfir tímarit
með hæsta áhrifa stuðulinn.12 Það rennir stoðum undir þá staðhæf-
ingu Özbilgins að það sé ekki hægt að líta á uppröðun tímarita eftir
áhrifa stuðli sem hlutlaust kerfi sem lúti ekki sömu valdalögmálum
og ríkja á hinu akademíska sviði. Það sé hreinlega ekki hægt að
ætlast til þess að hvítir karlar styðji breytingar á núverandi kerfi því
að þær myndu hleypa öðrum að borðinu og um leið grafa undan
for ræði þeirra sjálfra.13
Forræði hvítra karla birtist á ýmsan hátt í íslensku akademísku
samhengi. Háskóli Íslands hefur um áraskeið lagt áherslu á að byggja
upp orðspor sem framúrskarandi háskóli meðal annars með því að
ná hátt á alþjóðlega lista sem eiga að meta gæði háskóla. Einn helsti
mælikvarðinn sem ákvarðar staðsetningu háskóla á þessum listum
gagnagrunnar og sagnfræðirannsóknir 37
11 Mustafa F. Özbilgin, „From Journal Ranking to Making Sense of the World“,
Academy of Management Learning & Education 8:1 (2009), bls. 113–121, einkum
bls. 114.
12 Vef. „Tímarit — efstu 20%“, Háskóli Íslands, Reykjavík, https://ugla.hi.is/kerfi/
view/page.php?sid=970&f=9564, 7. febrúar 2020. Félagssaga er upprunalega
gagnrýnin sagnfræði sem miðaði að því að varpa ljósi á stéttaskiptingu og stétta -
mun. Í dag er þó varla hægt að segja að hún sé ávallt með innbyggt gagn rýnið
sjónarhorn í líkingu við kynjasögu, hinsegin sögu og eftirlendusögu.
13 Mustafa F. Özbilgin, „From Journal Ranking to Making Sense of the World“,
bls. 114
Saga vor 2020.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 22.4.2020 14:44 Page 37