Saga - 2020, Blaðsíða 32
andi á Norðurlöndum með þessu verkefni en norrænu systursöfnin
fylgdu síðar í kjölfarið þannig að nú má lesa fjölda danskra,
finnskra, færeyskra, norskra og sænskra dagblaða og tímarita á net-
inu.10
Í hinni íslensku deild rafræna alheimsbókasafnsins er ekki að -
eins að finna útgefið efni því að íslensk handrita- og skjalasöfn hafa
opnað talsvert af sínum safnkosti á netinu. Af íslenskum heimilda-
söfnum má benda á Handrit.is sem er samstarfsverkefni handrita-
deildar Landsbókasafns, Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum
fræðum og Árnastofnunar í Kaupmannahöfn. Þar er rafrænn að -
gangur að á þriðja þúsund handrita sem geymd eru í söfnunum
þremur.11 Þjóðskjalasafn Íslands hefur einnig gert átak í að koma
sínum skjalakosti á netið með því að mynda fjölda skjalabóka (svo
sem dómabækur, prestsþjónustubækur, skiptabækur, vesturfara -
skrár og svo framvegis) og með úrvinnslu manntalsgagna á mann-
talsvef safnsins er hægt að fletta í 14 manntölum sem tekin voru á
Íslandi á árunum 1703–1920.12
Erfitt er að meta endanleg áhrif þessarar þróunar á iðju fræði-
manna því að enn fer því fjarri að alheimsbókasafnið standi undir
nafni. Það takmarkast enn bæði af því hvað hefur verið sett á netið
og að aðgangur að stærstum hluta bóka og annarra rita sem út hafa
komið á stafrænu formi síðustu áratugi, og eru enn varin af höfundar -
rétti, er aðeins opinn gegn áskriftargjaldi. Slíkar áskriftir eru dýrar
og því eru stórir hlutar stafræna bókasafnsins enn jafn óaðgengilegir
og öflugu rannsóknarbókasöfnin voru á árum áður. Þægindin sem
skapast með stafrænni birtingu gagna eru þó augljós því að hún
gerir bæði heimildaleit og úrvinnslu úr heimildum óháða því hvar
efnið er geymt í bóka- eða skjalasöfnum. Alheimsbókasafnið er
álitamál30
10 Sjá m.a.: Vef. Aviser i Mediestream, Det Kgl. Biblioteks mediesamlinger, Det
Kongelige Bibliotek, Kaupmannahöfn, http://www2.statsbiblioteket.dk/medie
stream/avis; Vef. Digitala samlingar, Nationalbiblioteket, Helsinki, https://
digi.kansalliskirjasto.fi; Vef. Tidarrit.fo, Landsbókasavnið, Þórshöfn, https://
apps.infomedia.dk/AvisPortal2/fo/fao; Vef. „Digitale aviser“, Nasjonalbiblio-
teket, Ósló, https://www.nb.no/search?mediatype=aviser; Vef. Svenska dags -
tidningar, Kungliga biblioteket, Stokkhólmi, https://tidningar.kb.se. Opinn
aðgangur að norrænu dagblöðunum er yfirleitt takmarkaður við efni sem ekki
er háð höfundarrétti.
11 Vef. https://handrit.is.
12 Vef. Stafrænar heimildir úr Þjóðskjalasafni Íslands, https://heimildir.is.
Saga vor 2020.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 22.4.2020 14:44 Page 30