Saga - 2020, Blaðsíða 54
Trakóma er hins vegar „tregsmitandi“ í þeim skilningi að hún berst
aðeins á milli manna með snertingu við útferð eða táravökva úr
sýktu auga en ekki með loftinu.33 Trakóma var því gjörólík spænsku
veikinni svonefndu sem var bæjarbúum enn í fersku minni en hún
var bráðsmitandi veirusjúkdómur sem varð ríflega 500 manns að
bana hér á landi árin 1918–1919.34 Augnveikin var ekki talin nægileg
ástæða til að vísa útlendingum úr landi í Danmörku.35
Drengsmálið snerist hins vegar ekki aðeins um sóttvarnir. Málið
átti sér aðra hlið en hún var pólitísk. Ólafur var einn öflugasti tals -
maður verkalýðshreyfingarinnar og óvinsæll meðal atvinnu rek -
enda.36 Útgerðarmenn í Reykjavík báru margir þungan hug til hans
eftir hásetaverkfallið svonefnda árið 1916. Hræðsla við kommún -
ista var líka áberandi hér á landi eins og víða í Evrópu eftir bylt-
inguna í Rússlandi. Veturinn 1920–1921 gekk til dæmis sá orðrómur
í Reykja vík að hópur kommúnista stundaði heræfingar í Öskjuhlíð
og ætlaði að taka völdin í bænum.37 Kviksögur sem þessar höfðu
áhrif á ís lensku valdastéttina og íhaldssama embættismenn en þeir
líktu kommúnismanum við farsótt sem ekki mætti hleypa inn í
landið.38 Agnar Klemens Jónsson sendiherra sagði síðar að ráða -
menn hefðu lagt áherslu á að Nathan kom frá Rússlandi og að veik-
indi hans hefðu verið notuð sem átylla til að vísa honum af landi
brott.39
Ólafur leit svo á að drengsmálið væri pólitísk aðför að sér og fjöl-
skyldu sinni. Hann gagnrýndi stjórnvöld vegna brottvísunar Nath -
ans, sakaði ráðamenn um pólitískar ofsóknir og skort á mannúð og
sagði augljóst að drengnum hefði verið vísað úr landi fyrir það eitt
að eiga sig að. Þá sagði hann einnig að landlæknir hefði fyrst sagt að
trakóma væri bráðsmitandi augnsjúkdómur þegar staðreyndin væri
skafti ingimarsson52
33 Hugh R. Taylor [o.fl.], „Trachoma“, bls. 2142. Sjá einnig Andrjes Fjeldsted,
„Egypzka veikin og rússneski drengurinn“, Morgunblaðið 20. nóvember 1921,
bls. 3; Guðmundur Hannesson, „Deilan um trachomið og sóttvarnarráðstafan-
irnar“, Morgunblaðið 24. nóvember 1921, bls. 2.
34 Viggó Ásgeirsson, „„Engill dauðans.“ Spænska veikin á Íslandi 1918–1919“,
Saga 46:1 (2008), bls. 110.
35 Pétur Pétursson, „Nóvember 21“, 3. þáttur. Viðtal við Úlfar Þórðarson lækni.
36 Hendrik Ottósson, Hvíta stríðið, bls. 29.
37 „Uppreisnin“, Vísir 7. desember 1921, bls. 2.
38 Skafti Ingimarsson, Íslenskir kommúnistar og sósíalistar, bls. 26.
39 Pétur Pétursson, „Nóvember 21“, 3. þáttur. Viðtal við Agnar Kl. Jónsson sendi-
herra.
Saga vor 2020.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 22.4.2020 14:44 Page 52