Saga - 2020, Blaðsíða 166
Mikilvægasta viðbótin í þeirri bók sem hér er til umfjöllunar er 10. kafl-
inn, „Auction of Guðrún’s worldly goods“, sem er nákvæm greinargerð
fyrir eignum Guðrúnar og túlkun á því hvað þær geta sagt okkur um ævi
hennar og hlutskipti. Kaflinn byggir á heimildum sem höfundur hafði ekki
undir höndum þegar bók hennar kom út á íslensku. Það er Uppboðsbók
Öngulsstaðahrepps 1836–1848, varðveitt á Héraðsskjalasafni Akureyrar.
Fram kemur að höfundur hafði lengi vonast til að finna heimildir um dánar -
bú Guðrúnar en án árangurs og hafði þess vegna dregið þá ályktun að
Guðrún hefði dáið eignalaus. Guðný bendir réttilega á að þótt eigur Guð -
rúnar hafi ekki verið verðmætar í hefðbundnum skilningi séu þær dýrmæt
heimild „þessarar sögu“ (bls. 130).
Það er ekki ofsögum sagt að heimildir um líf kvenna, ekki síst alþýðu -
kvenna, eru mjög af skornum skammti. Guðný Hallgrímsdóttir hefur með
rannsóknum sínum vakið athygli á því að ekki aðeins eru heimildir um kon-
ur fáar heldur eru þær skráðar þannig að torvelt er fyrir fræðimenn að finna
þær, jafnvel þótt þeir séu allir af vilja gerðir. Ævisaga Guðrúnar Ketilsdóttur
er til í sex uppskriftum. Í þessari bók er hún prentuð í enskri þýðingu eftir
handritinu ÍB 883 8vo. Textinn er vissulega stuttur og stundum torskilinn en
engu að síður eins og merkilegur fornleifafundur, eiginlega í mörgum
lögum sem höfundur flettir ofan af, einu af öðru. Í fyrsta lagi var textinn að
sögn skrifaður upp eftir gamalli konu sem rekur misfjarlæga atburði úr
eigin lífi og seinna (1925) var hann prentaður í breyttri mynd af mönnum
sem töldu sig vera að lagfæra textann. Guðný notar allar tiltækar heimildir
og eigið ímyndunarafl til að endurgera sögu Guðrúnar Ketilsdóttur og varp-
ar um leið ljósi á hlutskipti íslenskrar alþýðu á átjándu og nítjándu öld, eink-
um vinnukvenna.
Í inngangskaflanum gerir Guðný Hallgrímsdóttir grein fyrir sögu þess-
arar rannsóknar á persónulegan hátt og útskýrir hvernig eitt leiddi af öðru.
Það er góð byrjun sem vekur forvitni lesandans og staðfestir um leið að
rannsakandinn sjálfur er alltaf virkur þátttakandi og hluti af rannsókninni.
Guðný færir sannfærandi rök fyrir því að sú rannsóknaraðferð sem hún
beitir, einsagan, henti sérlega vel viðfangsefninu sem hún setur skýrt í rann-
sóknarlegt samhengi, ekki síst við rannsóknir Sigurðar Gylfa Magnússonar
og Davíðs Ólafssonar.
Rannsókn Guðnýjar dregur upp mjög lifandi og stundum óvænta mynd
af kjörum vinnufólks fyrr á öldum. Það sem kemur helst á óvart eru tæki-
færin sem dugleg og ósérhlífin vinnukona eins og Guðrún Ketilsdóttir hafði
til að verða fjárhagslega sjálfstæð. Í harðbýlu landi var duglegt vinnufólk
bráðnauðsynlegt. Vinnufólk var yfirleitt ekki lengi á sama stað og gat borið
á milli sögur af vinnuveitendum og framkomu þeirra. Guðný kemst að
þeirri niðurstöðu að saga Guðrúnar sýni að hún hafi sem eftirsóttur vinnu-
kraftur haft ýmsar leiðir til að lifa af og getað tekið ákvarðanir um líf sitt og
störf með eigin hagsmuni að leiðarljósi (bls. 98).
ritdómar164
Saga vor 2020.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 22.4.2020 14:44 Page 164