Saga - 2020, Blaðsíða 50
Í þessari grein verður tekið undir það sjónarmið að upphaf skipu-
lagðra samtaka kommúnista á Íslandi megi rekja til drengsmálsins.12
Færð verða rök fyrir því að tilgangur Ólafs með komu Nathans
hingað til lands hafi verið tvíþættur. Annars vegar hafi mannúð ráðið
för og hins vegar hafi dvöl drengsins verið ætlað að efla samúð og
fylgi verkafólks við hugsjónir rússnesku byltingarinnar og styrkja
pólitíska stöðu Ólafs innan Alþýðuflokksins. Bent verð ur á að stjórn-
völd voru í lagalegum rétti þegar að þau vísuðu Nathan úr landi á
grundvelli sóttvarnarlaga en jafnframt tekið fram að Ólafur og
liðsmenn hans litu svo á að þeir væru í siðferðilegum rétti þegar
þeir yfirbuguðu lögregluna og hjálparlið hennar í Suðurgötu slagn -
um. Viðbrögð stjórnvalda við ósigrinum verða skoðuð og sýnt fram
á að þau einkenndust meðal annars af fordómum og ranghugmynd-
um um að hætta væri á byltingu. Afstaða Alþýðuflokksins til máls -
ins verður einnig könnuð og því haldið fram að sú ákvörðun flokks-
forystunnar að hafna valdbeitingu í stjórnmálabaráttunni hafi aukið
ágreining innan flokksins til muna. Áhersla er lögð á að skoða málið
í ljósi heimilda úr fórum danska utanríkisráðuneytisins en þær
varpa nýju ljósi á það sem gerðist að tjaldabaki í Reykjavík og Kaup -
mannahöfn og sýna að dönsk stjórnvöld fylgdust grannt með gangi
mála og að Jóhannes Erhardt Bøggild, danski sendiherrann í Reykja -
vík, kom í veg fyrir að vopnaður danskur her yrði settur á land í
höfuðstaðnum.13
skafti ingimarsson48
12 Þór Whitehead, Kommúnistahreyfingin á Íslandi 1921–1934 (Reykjavík: Bóka -
útgáfa Menningarsjóðs 1979), bls. 9; Þorleifur Friðriksson, „„Den hvide krig““,
bls. 45–46; Ragnheiður Kristjánsdóttir, Nýtt fólk, bls. 182.
13 Margt er varðveitt af íslenskum heimildum um drengsmálið bæði í bókum og
dagblöðum. Sjá Hendrik Ottósson, Hvíta stríðið (Reykjavík: Setberg 1962);
Haraldur Jóhannsson, Klukkan var eitt. Viðtöl við Ólaf Friðriksson (Reykjavík:
Fróði 1964); Réttvísin gegn Ólafi Friðrikssyni. Heimildir. Pétur Pétursson og
Haraldur Jóhannsson sáu um útgáfuna (Reykjavík: Sagnfræðistofnun Háskóla
Íslands 1986); Kristmann Guðmundsson, Ísold hin svarta. Saga skálds (Reykja -
vík: Bókfellsútgáfan 1959), bls. 282–290; Sigurbjörn Þorkelsson, Himneskt er að
lifa. Áfram liggja sporin. 3. bindi (Reykjavík: Leiftur 1969), bls. 89–103; Jón Skag -
an, Stingandi strá. Minningar af ýmsu tagi (Reykjavík: Leiftur 1981), bls. 121–131;
Dagbók Elku. Alþýðumenning í þéttbýli á árunum 1915–1923 í frásögn Elku Björns -
dóttur verkakonu. Hilma Gunnarsdóttir og Sigurður Gylfi Magnússon tóku sam-
an (Reykjavík: Háskólaútgáfan 2012), bls. 295–299. Pétur Pétursson þulur gerði
einnig 12 útvarpsþætti um drengsmálið sem fluttir voru í Ríkisútvarpinu 1982.
Þar er að finna viðtöl við sjónarvotta og aðra sem tengdust málinu. Þætt irnir
Saga vor 2020.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 22.4.2020 14:44 Page 48