Saga - 2020, Blaðsíða 196
Snæfellsjökul, sinna um veikt fólk sem þyrpist til þeirra enda ekki læknir á
hverju strái, velta fyrir sér brjóstagjöf og holdsveiki, safna íslenskum forn -
munum og bókum og gefa konunum auga. Kossar á munn í kveðjuskyni fá
kynferðislegt innihald. Samhliða birtast vangaveltur Gaimards úr dagbók -
inni um stúlkuna sem hann unnir hugástum í París. Þessi atriði nýtir
höf undurinn sér síðan í umræðu um íslenskt samfélag á þessum tíma og
þau menningarsamskipti sem birtast í dagbókarfærslum Gaimards og öðru
efni frá leiðangrinum. Að hausti er haldið heim á leið og í framhaldinu sett
upp sýning á munum, gripum og dýrum frá Íslandi líkt og oft var gert þegar
leiðangursmenn sneru heim frá framandi svæðum.
Árið eftir, 1836, var lagt upp í nýjan leiðangur. Vissulega átti enn að svip -
ast um eftir skipinu La Lilloise og helst að fara til Grænlands en við fangs-
efnið var þó einkum Ísland, að rannsaka náttúru og menningu landsins. Í
þetta skiptið voru því munstraðir einstaklingar með hæfileika og þekkingu
sem átti að nýtast vel. Norrænufræðingurinn Xavier Marmier átti sérstaklega
að kynna sér menningu landsins en myndlistarmanninum Auguste Mayer
var ætlað að teikna land og þjóð. Auk þeirra voru fleiri sérfræðingar með í
för.
Árinu fyrr höfðu leiðangursmenn farið um Vesturland en aðrir hlutar
landsins voru nú kannaðir. Tilkomumikið hefur verið að sjá til leiðangurs -
manna en á fimmta tug hesta þurfti til ferðalagsins. Hér koma vitaskuld
margir þættir við sögu og enn ræður dagbók för að mestu. Leiðangursmenn
hafa meðal annars kynni af Tómasi Sæmundssyni, presti að Breiðabólsstað
í Fljótshlíð, sem gefur höfundi tilefni til umræðna um þann ágæta mann og
Fjölnismenn (m.a. bls. 212, 228) en Árni leiðir líkur að því að Marmier hafi
ekki þótt sérstaklega mikið til þeirra koma enda hafi hann talið meiri þörf
fyrir hagnýt efni á Íslandi en skýjaborgir. Tilefni þessu lík verða mörg og
gefa höfundi tækifæri til þess að ræða um franska sjómenn, silfurberg,
brenni steinsnám og amtmanninn Bjarna Thorarensen. Og síðast en ekki síst
kvennafarið á Marmier og svipar þeim sögum til lýsinga á framkomu þátt -
takenda í mörgum evrópskum könnunarleiðöngrum utan álfunnar. Við
verðum ekki einungis áskynja um viðhorf og tengsl Gaimards í þessu sam -
hengi heldur fáum við einnig að kynnast viðhorfum og athugunum höf -
undarins og er oft skemmtilegt hvernig hann fléttar þessa tvo þætti saman.
Greint er frá Grænlandsför leiðangursins en sú frásögn er mjög stutt og má
velta fyrir sér hvernig á því stendur.
Árni fjallar einnig um leiðangrana sem Gaimard stýrði til Færeyja, nyrsta
hluta Skandinavíu og Svalbarða á árunum 1838–1840 ásamt dvöl þeirra
Marmiers og Gaimards í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi. Þegar Gaimard
var í Kaupmannahöfn tóku Íslendingar honum með kostum og kynjum. Sem
kunnugt er héldu Íslendingar honum veislu snemma árs 1839 og Jónas
Hallgrímsson samdi (eða stældi) kvæðið „Til herra Pauls Gaimard“, þaðan
sem einkunnarorð Háskóla Íslands eru dregin og ekki öllum er kunnugt um.
ritdómar194
Saga vor 2020.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 22.4.2020 14:44 Page 194